Mjóhundadeild HRFÍ
  • Fundargerðir
  • Tegundir
    • Afghan Hound >
      • Innfluttir hundar
      • Afghan got á Íslandi
    • Whippet >
      • Innfluttir
      • Whippet got á Íslandi
    • Saluki >
      • Innfluttir
      • Saluki got á Íslandi
    • Írskur Úlfhundur >
      • Innfluttir
    • Hjartarhundur >
      • Innfluttir
  • Eldri fundargerðir
  • Deildin
  • Sýningar
    • Stigagjöf
    • Úrslit Sýninga >
      • 2018
      • 2017
      • 2016
      • 2015
      • 2014
      • 2013
      • 2012
      • 2010
    • Sýningaþjálfarnir
    • Stigahæstu Mjóhundar >
      • Afghan Hound
      • Borzoi
      • Whippet
      • Saluki
      • Hjartarhundur
      • Úlfhundur
  • Beituhlaup
  • Ræktendur
  • Myndasafn
  • Greinar
    • Þegar hundurinn verður gamall
    • Glósur frá fyrirlestri Finn Boserup.
    • Hundanammi
    • Smáveirusótt og lifrarbólga - bólusetningar

Þegar hundurinn verður gamall
​

Þótt greinin hafi verið skrifuð almennt fyrir alla hunda, en ekki bara mjóhunda þá á hún sannarlega við mjóhunda líka. Enda verða þeir líka oft langlífir :)


Gamlir hundar hafa ótvíræðan sjarma. Gamlir hundar eru vitrir, það er hægt að tala við þá. Með árunum hafa þeir fengið lífreynslu og svo stóran orðaforða að það er ekki skrýtið að eigendur upplifa að hundarnir þeirra skilji mannamál. Maður losnar við hund sem dregur í tauminn, hann er farinn að ganga rólega við hliðina á manni og jafnvel aðeins á eftir.

Þarfir eldri hunda eru öðruvísi en þarfir unglinganna. Þeir geta fengið aldurstengda sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega.

Þegar hundurinn verður gamall

Lífaldur hunda er mismunandi milli tegunda. Sem almenn regla gildir að litlir hundar lifa lengur en stórir hundar. Mest langlífu hundarnir eru meðal annars langhundar og púðli. Minni tegundir eldast líka seinna. Aldursbreytingarnar byrja hjá stærstu tegundunum strax við 7 ára aldur og minni tegundunum um 11 ára. Alveg eins og hjá mannfólkinu aukast líkurnar á löngu lífi ef foreldrarnir verða gamlir.

Gamall eða elliær

Hundar verða líka elliærir. Þriðji hver 11 ára hundur sýnir einhver einkenni elliglapa. 16 ára sýna allir hundar merki um elliglöp. Einkenni elliglapa getur verið breyttar svefnvenjur. Hundurinn snýr sólarhringnum við, röltir um á næturnar og heldur vöku fyrir eigendum. Aðrir hundar missa ratvísi sína, þeir ganga aftur fyrir sófann og vita ekki hvernig þeir eiga að komast þaðan. Annað merki er að hundurinn byrjar að gera þarfir sínar inni. Viljinn að vera í sambandi við eigandann minnkar. Hundurinn heilsar ekki jafn glaðlega og biður ekki um svo mikla athygli lengur. Sumir hundar fara að gelta í staðin.

Ef hundur sýnir einhver af þessum einkennum getur maður prófað sérfóður sem hefur sýnt sig í rannsóknum að hafi minnkað einkenni hjá mörgum hundum. Lyfið Selegilin er stundum gefið í Svíþjóð.

                      

Heyrnin versnar hjá gömlum hundum, þeir verða jafnvel heyrnalausir. Sumir hundaeigendur verða duglegir að hafa samskipti með táknmáli þegar hundurinn ekki lengur heyrir þegar maður kallar á hann. Sjónin verður fyrir áhrifum. Frumurnar í augunum versna og linsan verður óskýrari. Lyktarskynið versnar líka en er samt það sem eldist minnst. Eldri hundar vilja hafa fasta rútínu. Allt á helst að vera eins og það hefur alltaf verið, þá finna þeir fyrir mesta örygginu.

Sjúkdómar hjá eldri hundum

Júgurbólgur og blöðruhálskirtilsvandamál

Áhættan á að fá suma sjúkdóma aukast með aldrinum, dæmi um það eru æxli. Hjá tíkum eru æxli í spenunum mjög algengt. Maður reiknar með að um helmingur allra tíka mun fá þetta. Æxlin geta verið góðkynja eða íllkynja. Það er gott að ef maður sem eigandi venur sig á að þreifa á spenunum svo að breytingar uppgötvast snemma. Eldri tikur lenda líka í að fá slímuga leghálsbólgu sem er í grunninn hormónasjúkdómur. Hún leiðir síðan af sér bakteríusýkingu og tíkin fær blóðuga og/eða slímuga útferð og getur orðið mjög veik og dáið. Lífslíkurnar við aðgerð eru mjög góðar.

Eldri rakkar fá oft vandamál við blöðruhálskirtilinn. Ef hundurinn pissar blóði eða ef það lekur bloðdropar frá typpinu á honum er það yfirleitt merki um svoleiðis vandamál. Hundar fá sjaldan blöðruhálskrabbamein heldur eru orsökin yfirleitt stækkun á blöðruhálskirtlinum. Meðhöndlun er annaðhvort með hormonasprautum eða geldingu.

Tannsteinn

Tannsteinn eykst líka með aldrinum. Tannsteinn gerir tannholdið bólgið og þegar til lengra tíma er litið geta tennur losnað. Minni hundar lenda í þessu tölvuert oftar en stórar hundategundir. Lausar tennur og bólgur í munnholinu getur verið mjög sársaukafullt. Til að laga þetta er hundurinn svæfður og tannsteinninn er fjarlægður með hljóðbylgjum. Það er góð fyrirhyggja að bursta tennur hundanna og að gefa hundunum mergbein eða hnútabein til að tyggja.

Sársauki í liðunum

Margir eldri hundar af stórum tegundum fá íllt í liðina eða bakið og verða stirðir. Maður tekur mest eftir því eftir hvíld og hundurinn þarf kannski að ganga í smá stund til að liðka sig. Sumir hundar fá erfiðleika með að hoppa upp í bílinn. Sumir hundar þurfa á verkjalyfjum að halda. Glúkosamín virkar vel á suma hunda og allir hundar hafa gott af nuddi. Það allra mikilvægasta er að sjálfsögðu að hundurinn sé ekki yfir kjörþyngd.

Hjartavandamál

Hundar geta fengið marga mismunandi hjartasjúkdóma. Það gæti þurft að taka EKG, röntgen og sónar til að greina sjúkdóminn. Þegar hjartað versnar verulega myndast vökvi í lungunum, hundurinn fær í erfiðleikum með andardrátt og byrjar að hósta. Margir hundar fá hjartalyf og vökvalosandi lyf með góðum árangri. Hundar fá þó sjaldan vandamál með æðakölkun í hjartanu sem mannfólk getur fengið.

Vestibularisheilkenni í innra eyra

Stundum fær hundurinn eitthvað sem í fyrstu virðist vera heilablæðing, en er í raun vegna truflunar í jafnvægislíffærunum í innra eyranu. Honum svimar, getur gengið í hringi, dettur og getur einnig kastað upp. Þetta getur litið mjög dramatískt út, en flestir hundar verða alveg frískir eftir fáeinar vikur.

Gamli fríski hundurinn

Það er mjög mikilvægt að maður heldur gömlum hundum gangandi, en að maður gerir það á þeirra forsendum. Göngutúrar og önnur hreyfing á að gerast í þeim takti sem hundurinn ræður við. Það þarf líka að örva þeim andlega. Að fela bita úti eða inni er vinsæll leikur fyrir alla aldurshópa.

Ekki láta gamla hunda verða aðgerðarlausa og bara liggja og sofa. Með mátulegri hreyfingu og örvun verður hundurinn hressari og ánægðari og fær öðlast betri lífsgæði fyrir vikið.

Höfundur: Veterinärhuset i Värnamo, Svíþjóð. www.veth.se

Þýðing: Kristín Þorvaldsdóttir

Birt með leyfi höfundar.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fundargerðir
  • Tegundir
    • Afghan Hound >
      • Innfluttir hundar
      • Afghan got á Íslandi
    • Whippet >
      • Innfluttir
      • Whippet got á Íslandi
    • Saluki >
      • Innfluttir
      • Saluki got á Íslandi
    • Írskur Úlfhundur >
      • Innfluttir
    • Hjartarhundur >
      • Innfluttir
  • Eldri fundargerðir
  • Deildin
  • Sýningar
    • Stigagjöf
    • Úrslit Sýninga >
      • 2018
      • 2017
      • 2016
      • 2015
      • 2014
      • 2013
      • 2012
      • 2010
    • Sýningaþjálfarnir
    • Stigahæstu Mjóhundar >
      • Afghan Hound
      • Borzoi
      • Whippet
      • Saluki
      • Hjartarhundur
      • Úlfhundur
  • Beituhlaup
  • Ræktendur
  • Myndasafn
  • Greinar
    • Þegar hundurinn verður gamall
    • Glósur frá fyrirlestri Finn Boserup.
    • Hundanammi
    • Smáveirusótt og lifrarbólga - bólusetningar