
Fréttir af deildinni
Hundasýning 11-12 Júni 2022
Alþjóðleg sýning var haldin 11-12 Júni 2022 og mættu alls 12 Afghan hound 2 Borzoi 2 Greyhound og 30 Whippetar á sýninguna í grúppu 10. Flott sýning og hér koma úrslitin í Afghan hound var það
Rakkar
1.Enigma Dreams Black Tie White Noise C.I.B Nordic Ch ISCh ISJCh RW-22 NLM BOS
2.Agha Djari's Typhoon Exellent CK
Tíkur
1.Medawlark A Child Of God BOB BIG-2 SBIS RW-22 3 CC CACIB RW-22
2.Valshamars What goes around comes around CERT og JCERT
3.Unstoppable Karma Is A Bitch Excellent CK
Borzoi og Greyhound fengu báðir góða umsögn en komust því miður ekki í úrslit.
Whippet úrslit
Rakkar
1.Zen-Zero's Catch Me If You Can Excellent CK 1.BHK CERT CACIB
2.Pendahr Preston Excellent CK Res. Cert Res CACIB C.I.B., ISJCh, IS CH, NORD CH, NLM
3.Eldþoku Gambur Ecellent Ck ISCh
4.Zen-Zero´s Double Trouble Excellent CK Jun Cert BOS Junior
Tíkur
1.Eldþoku Glæta BOB BIG 1 Excellent Ck CACIB RW-22
2.Eldþoku Sýróp Soja með koffíni BIS 1 Junior BB 2 CK CERT Jun.CERT ISJCh
3.Eldþoku Rigning BB3 Excellent Ck, res. Cert Res CACIB NLM
4.Zen-Zero's C'est Le Vie Excellent CK 2 sæti
Óskum eigendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn og öllum sem mættu, hlökkum til næstu sýningar.
Deildarsýning mjóhundadeildar
Þann 30.apríl síðastliðinn hélt mjóhundadeildin uppá deildarsýningu í Reiðhöllinni í dal.
Tókst vel til og vill deildin þakka fyrir góða umgegni og frábæran dag, virkilega gaman að hitta alla. Úrslitin voru spennandi og var það Afghan hound sem var besti mjóhundur sýningar óskum eigendum hans til hamingju.
-
Medawlark A Child Of God - Afghan hound
-
Pendhr Preston - Whippet
-
Estet Playfellow - Greyhound
-
Borzkas Beowulf - Borzoi
Hundasýning HRFÍ 6-7 Mars 2022
Fyrsta sýning hjá HRFÍ á árinu lokið og það má segja að hún hafi heldur betur gengið vel hjá grúppu 10.
Nýir meistarar - ungliða meistarar og frábærar umsagnir.
Ef við byrjum á Afghan hound voru 13 hundar skráðir þar af sjö hvolpar sem fengu allir SL/sérlega lofandi og fallega umsögn og var það Valshamars there is no deadline sem vann hvolpanna og varð svo 3 besti hvolpur sýningar.
Svo var það Enigma dreams black tie white noise ,,Tinni,, sem vann rakkanna og BOB - BIG og varð svo BIS-3 af 1200 hundum skráðum.
Í tíkum var það svo Unstoppable karma is a bitch sem varð besta tíkin.
Borzoi
Í Borzoi var einn rakki skráður og var það hann Borzkas Beowulf sem varð BOB og BIG 3
Í Whippet voru 28 hundar skráðir og voru 4 hvolpar sem fengu allir sérlega lofandi og var það Leifturs Octopussy sem var besti hvolpurinn.
Eldþoku Sýrop soja var besti ungliðinn.
Í rökkum var það svo hann Pendahr Preston sem vann rakkanna og dóttir hans hún Eldþoku Rigning var svo besta tíkin og vann svo pabba sinn og varð BOB og BIG 2
Virkilega flott sýning að baki og gaman að sjá alla þessa fallegu hunda, við hjá mjóhundadeildinni óskum eigendum allra þessa hunda til hamingju með þennan flotta árangur <3
Svo er það bara næsta sýning sem verður Deildarsýningin í Apríl !!!
Aðalfundur Mjóhundadeildar 2022
Aðalfundur mjóhundadeildar verður haldinn 27. janúar kl. 20.00 í fundarsal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15.
Dagskrá: Ársskýrsla 2021 Ársreikningar 2021 Önnur mál Stjórnarkjör Laus eru 3 sæti í stjórn en Elsa Jóna,Berglind Ósk, Selma gefur þó kost á sér til endurkjörs, eitt sæti eru því laust og hvetjum við áhugasama um að hafa samband á mjohundar@gmail.com
Vegna aðstæðna verða stigahæstu mjóhundar ekki heiðraðir í ár en upplýsingar um sýningarárangur verða birtar á heimasíðu deildarinnar. Stigahæsti mjóhundurinn fær afhenta mjóhundastyttuna til varðveislu næsta árið.
Stigahæsti Mjóhundur 2021
27 Janúar 2021 var aðalfundur Mjóhundadeildar haldinn, kosið var í nýja stjórn og nokkur mál rædd og kemur það inn síðar.
Einnig var stigahæsti mjóhundurinn heiðraður með bikar og blómum og var það Afghan hound sem hlaut titilinn annað árið í röð.
Í þetta sinn var það Agha Djari´s Typhoon ,,Dalí,, sem hlaut bikarinn 2021 og óskum við eigendum hans innilega til hamingju með þennan fallega hund.
Stigahæstu Mjóhundarnir 2021
Hér koma fyrst sæti hjá rökkum og tíkum sem voru stigahæst 2021
Allar tegundir rakkar koma á undan og svo tíkur
Afghan Hound
1. Agha Djari´s Typhoon
1-2.Medawlark a child of god
1-2.Unstoppble Karma is a bitch
Borzoi
1.Borzkas Beowulf
Whippet
1.Eldþoku Gambur
Tíkur
1.Eldþoku Glæta
Árið 2021 !!!
Núna er annað covid-19 árið að klárast, sem betur fer komumst við nú samt á 2 sýningar þetta árið hjá HRFÍ sem var virkilega gaman og stóðu hundar þessir mjóhundar sig ekkert smá vel og eiginlega rúmlega það !! Rúllum aðeins yfir þetta.
Ágúst sýning 21-22 ágúst
Afghan hound:
Agha Djari´s Typhoon ,,Dalí,, kom á sína fyrstu sýningu og varð BOB báða daganna BIG 1 og ekki nóg með það heldur varð hann BIS báða daganna virkilega flottur árangur hjá ungum og efnilegum hundi.
Glitnir Vestri varð svo Best Veteran 21 ágúst
Medawlark A Child Of God ,,Nóra,, varð BOS og Best junior 22 ágúst ung tík sem var á sinni fyrstu sýningu líka hérna á landi og stóð sig vel.
Borzoi:
Borzkas Beowulf ,,Beou,, varð BOB og Best junior báða daganna og BIG 4 og 3
Saluki:
Silvershadows Desert Gold Elessar var skráður á sunnudeginum og varð BOB og Best Veteran og BIG 3 á laugardeginum.
Whippet:
Pendahr Preston varð BOB á laugardeginum og var BIG 2 og á sunnudeginum snérist þetta við og varð Preston BOS.
Eldþoku Glæta varð BOS á laugardeginum en var svo BOB og BIG 2 á sunnudeginum
Eldþoku Sýróp Soja með koffíni varð Best baby báða daganna
Zen-Zero's C'est Le Vie varð Best junior báða daganna
Svo var það Winter Wonderland sýningin sem var núna í Nóvember og gekk deildinni líka vel á henni
Afghan hound:
Enigma Dreams Black Tie White Noise ,,Tinni,, varð BOB og BIG 2
Unstoppable Karma Is A Bitch var BOS
Whippet:
Eldþoku Glæta var BOB og BIG 1
Zen-Zero's Catch Me If You Can varð BOS
Leifturs Octopussy var Best baby
Eldþoku Sýróp Soja með Koffíni var Best puppy
Borzoi,Greyhound og Saluki voru líka skráðir fengu Exellent en komumst ekki áfram.
Aðalfundur Mjóhundadeildar 2021
Aðalfundur mjóhundadeildar verður haldinn 16. mars kl. 20.30 í fundarsal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15.
Dagskrá: Ársskýrsla 2020 Ársreikningar 2020 Önnur mál Stjórnarkjör Laus eru 3 sæti í stjórn en Elsa Jóna gefur þó kost á sér til endurkjörs, tvö sæti eru því laus og hvetjum við áhugasama um að hafa samband á mjohundar@gmail.com
Vegna aðstæðna verða stigahæstu mjóhundar ekki heiðraðir í ár en upplýsingar um sýningarárangur verða birtar á heimasíðu deildarinnar. Stigahæsti mjóhundurinn fær afhenta mjóhundastyttuna til varðveislu næsta árið.
Stigahæstu Mjóhundarnir 2020
Stigahæsti mjóhundur 2020
Enigma Dreams Black Tie White Noise
Afghan Hound
Enigma Dreams Black Tie White Noise
Saluki
Stigahæsti Saluki
Silvershadows Desert Gold Elessar
Tíkur
Silvershadows Desert Gold Elessar
Rakkar
Sunnusteins Janus Jerico
Best vet Silvershadows Desert Gold Elessar
Whippet
Stigahæsti Whippet
Eldþoku Rigning
Tíkur
Eldþoku Rigning
Eldþoku Lóa
Rakkar
Leifturs Palladín
Pendahr Preston

