Search
  • BerglindOskSigurdar

Hér koma eldri fréttir af Weebly síðunni

Sunnudaginn 12.9. 2020 kl:1500 Hittust yfir 40 mjóhundar við Mathöllina við Hlemm og gengu saman niður Laugarveginn, gangan var ótrúlega vel heppnuð og fóru allir glaðir heim bæði menn og hundar


Whippet rakkinn Pendahr Preston var stigahæsti mjóhundurinn 2019 og fór heiðrunin fram að loknum aðalfundi Mjóhundadeildar þann 13. febrúar. Dýrabær gaf veglega pakka að vanda til eigenda stigahæstu hunda og þökkum við þeim mikið fyrir. Stjórninni barst þá liðsauki er Berglind Ósk Sigurðardóttir gekk í stjórnina og þá tók Selma Olsen við sem formaður deildar af Gunni Sif Sigurgeirsdóttur, sem áfram situr í stjórn.Aðalfundur mjóhundadeildar verður haldinn 13. febrúar kl. 20.30 í fundarsal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15.

Dagskrá:


Ársskýrsla 2019

Ársreikningar 2019


Önnur mál


Stjórnarkjör

Laus eru 4 sæti í stjórn en Anna Sigríður Elsa Jóna og Gunnur Sif gefa þó kost á sér til endurkjörs,eitt sæti er því laust og hvetjum við áhugasama um að hafa samband á mjohundar@gmail.com


Heiðrun stigahæstu mjóhunda


Allir eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.


Aðalfundur mjóhundadeildar verður haldinn 27. mars kl. 20.30 í fundarsal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15.

Dagskrá:

Ársskýrsla 2018

Ársreikningar 2018


Stjórnarkjör:

Eitt sæti er laust og hvetjum við áhugasama um að hafa samband á mjohundar@gmail.com


Heiðrun stigahæstu mjóhunda


Allir eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.


29.5.2018

Sumarstund mjóhundaeigenda þriðjudaginn 5. júní!!!


Mjóhundaeigendur ætla að hittast í húsakynnum Hundaræktarfélagsins.

Þar ætlum við að eiga notalega stund saman, spjalla og kynnast innbyrðis. Við munum ræða starf mjóhundadeildarinnar, leita leiða til að endurvekja beituhlaup og koma með hugmyndir að því sem okkur langar til að gera saman eða hvernig bæta megi starf deildarinnar.

Heiðrun stigahæstu mjóhunda

Stigahæstu mjóhundar síðasta árs verða einnig heiðraðir við þetta tækifæri og fá þeir glaðning frá Dýrabæ. Við hvetjum því eigendur þeirra, sem og nýja sem eldri mjóhundaeigendur til að mæta.

​Léttar veitingar verða í boði.

Staður: Síðumúli 25

Tími: þriðjudagurinn 5. júní kl. 20-22


1.3.2018

Aðalfundur mjóhundadeildar


var haldinn þann 25. febrúar kl. 15 í fundarsal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15.


Laus voru 3 sæti til 2 ára. Elsa Jóna og Gunnur gáfu kost á sér til endurkjörs. Steinar Valdimar Pálsson gaf kost á sér í stjórn.

Endurkjör Gunnar og Elsu Jónu var samþykkt og kosning Steinars samþykkt.

Ítarlega fundargerð má sjá hér.

​Á aðalfundinum var samþykkt breytt stigagjöf innan tegundahópsins og má nánar lesa um hana hér.


15.2.2018

Aðalfundur mjóhundadeildar

verður haldinn 25. febrúar kl. 15 í fundarsal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15.


Dagskrá:

Ársskýrsla 2017

Ársreikningar 2017


Stjórnarkjör:

Þrjú sæti í stjórn eru laus, Gunnur Sif og Elsa Jóna gefa þó kost á sér til endurkjörs.


Önnur mál:

Tillaga lögð fram um ítarlegri leiðbeiningar á reglum deildarinnar um stigagjöf.


Allir eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.


28.1.2018

Stórhundadagar verða haldnir í Garðheimum helgina 10. - 11. febrúar frá kl. 13:00 - 16:00

Endilega hafið samband við mjóhundadeild í netfangmjohundar@gmail.com ef þið hafið áhuga á að taka þátt með mjóhundinum ykkar.

12 views

Recent Posts

See All