Search
  • BerglindOskSigurdar

Hundasýning HRFÍ 6-7 Mars 2022

Fyrsta sýning hjá HRFÍ á árinu lokið og það má segja að hún hafi heldur betur gengið vel hjá grúppu 10.

Nýir meistarar - ungliða meistarar og frábærar umsagnir.


Ef við byrjum á Afghan hound voru 13 hundar skráðir þar af sjö hvolpar sem fengu allir SL/sérlega lofandi og fallega umsögn og var það Valshamars there is no deadline sem vann hvolpanna og varð svo 3 besti hvolpur sýningar.

Svo var það Enigma dreams black tie white noise ,,Tinni,, sem vann rakkanna og BOB - BIG og varð svo BIS-3 af 1200 hundum skráðum.

Í tíkum var það svo Unstoppable karma is a bitch sem varð besta tíkin.


Borzoi

Í Borzoi var einn rakki skráður og var það hann Borzkas Beowulf sem varð BOB og BIG 3


Í Whippet voru 28 hundar skráðir og voru 4 hvolpar sem fengu allir sérlega lofandi og var það Leifturs Octopussy sem var besti hvolpurinn.

Eldþoku Sýrop soja var besti ungliðinn.

Í rökkum var það svo hann Pendahr Preston sem vann rakkanna og dóttir hans hún Eldþoku Rigning var svo besta tíkin og vann svo pabba sinn og varð BOB og BIG 2


Virkilega flott sýning að baki og gaman að sjá alla þessa fallegu hunda, við hjá mjóhundadeildinni óskum eigendum allra þessa hunda til hamingju með þennan flotta árangur <3


Svo er það bara næsta sýning sem verður Deildarsýningin í Apríl !!!


Læt eina mynd af honum Tinna BIS-3 fylgja með <3 <310 views

Recent Posts

See All