top of page

Beituhlaup (lure coursing)

Hvað er Lure Coursing, eða beituhlaup, eiginlega?

Lure coursing er sérstök keppnisgrein sérsmíðuð að veiðieðli mjóhunda. Í þessari keppni keppa tveir hundar af sömu tegund saman. Hlaupið er eftir braut og getur lengd og útfærsla brautarinnar verið misjöfn. Brautin er í raun langt snæri með  beitu á endanum, venjulega tjaslaður plastpoki eða eitthvað svipað. Snærið liggur svo á brautinni í ákveðnum vinklum. Við enda brautarinnar er beitustjóri  sem stýrir hraða beitunnar. Hundarnir keppa svo í að elta þessa „lifandi bráð“. Þeir eru dæmdir eftir mismunandi eiginleikum; hraða, fylgni, þoli, fimi, gleði og heildareinkunn.

Þetta er stór íþrótt í mjóhundaheiminum, ekki síst á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Hundarnir geta fengið stig í beituhlaupi líkt og á sýningum en til þess þarf að sjálfsögðu sérþjálfaða dómara til að dæma. Beituhlaup er ekki íþrótt sem þarf að kenna mjóhundum, þeir hafa þetta í eðli sínu. Til þess að vera færir í beituhlaupi þurfa þeir að sjálfsögðu æfingu. Grunnæfing er t.d. að vera með múl en allir hundar eru mýldir til öryggis á brautinni, að umgangast aðra hunda, að elta bráð og einbeita sér að henni en ekki hundum umhverfis sig og ekki síst að þjálfa innkall.

Fyrst og fremst er þetta íþrótt sem allir hafa gaman af, jafnt hundar sem eigendur!

Beituhlaupsæfingar


Beituhlaup á Íslandi eru á Facebook og þar má finna upplýsingar um væntanlegar æfingar.

Einnig er hægt að fá upplýsingar um beituhlaup í síma   866-1384 (Berglind)) 865-1398 (Axel)

Beituhlaupsæfingar eru haldnar reglulega yfir sumarið.

bottom of page