Írskur Úlfhundur
Tengiliður fyrir Írskan úlfhund er: Sigurlaug Hauksdóttir
GSM: 868-6626
Standard Írska úlfhundsins samkvæmt FCI
Írski úlfhundurinn er stærstur mjóhunda, og er með stærstu hundum, ef ekki sá stærsti í heiminum.Úlfhundurinn er hlaupahundur og getur komist langar vegalengdir á afar stuttum tíma. Fullorðinn vegur hann jafn mikið og manneskja og rakki er oft orðinn 50 kg aðeins 6 mánaða gamall svo gott er að hafa það í huga þegar litli sæti hvolpurinn vill fá að sofa upp í hjá þér. Kannski væri hyggilegt að láta það alveg vera. Ef þú ert einn af þeim sem er afar umhugað um heimili þitt og garð þá ráðlegg ég þér að íhuga ákvörðunina vandlega. Blautt skegg og forugar loppur eru „normið“, holurnar í garðinum eru eins og eftir jarðvegsverktaka og garðhúsgögnin og önnur tréhúsgögn eru á nokkrum mínútum búin týna öllum hornum.
Skapgerð
Þeir eru afar opnir og vinalegir og þeir eru mjög góðir með börnum, þá skal þó ekki skilja eftir eftirlitslausa með ungum börnum frekar en aðra hunda.
Þeir eru afar góðir með öðrum heimilisdýrum eins og t.d. köttum séu þeir aldir upp með þeim.Kettir sem ekki eru partur af fjölskyldunni eru þó ekki meðtaldir og ekki ólíklegt að þeir líti á þá sem náttúrulega bráð eins og t.d. kanínur.
Veiðieðli þeirra getur verið afar sterkt og því ber eiganda ætíð að hafa það í huga þegar hundinum er sleppt lausum að það sé ekki nálægt búfénaði, og nauðsynlegt er að hafa trausta girðingu umhverfis garðinn, það er lágmark að girðingin sé metershá, helst hærri. ALDREI má tjóðra úlfhund.
Þeir eru afar opnir og vinalegir og þeir eru mjög góðir með börnum, þá skal þó ekki skilja eftir eftirlitslausa með ungum börnum frekar en aðra hunda.
Þeir eru afar góðir með öðrum heimilisdýrum eins og t.d. köttum séu þeir aldir upp með þeim. Kettir sem ekki eru hluti af fjölskyldunni eru þó ekki meðtaldir og ekki ólíklegt að þeir líti á þá sem náttúrulega bráð eins og t.d. kanínur.
Veiðieðli þeirra getur verið afar sterkt og því ber eiganda ætíð að hafa það í huga þegar hundinum er sleppt lausum að búfénaður sé ekki í næsta nágrenni og nauðsynlegt er að hafa trausta girðingu umhverfis garðinn. Það er lágmark að girðingin sé 1 m á hæð, helst hærri. ALDREI má tjóðra úlfhund.
Írski úlfhundurinn eins og önnur afar stór hundakyn krefst mikils.
Þú þarft að íhuga vandlega hvort þú ert fær um að sinna þörfum hans, er bíllinn nógu stór? Hvað með garðinn? Hefur þú einhvern sem er til í passa fyrir þig hundinn þegar þú ferð í frí? Ef þú ert útivinnandi þá þarftu að hafa í huga að þessa hunda skilur þú helst ekki eftir eina lengur en 4-5 klst. Er gott pláss fyrir hann innanhúss, bælið hans, leikföng og bein? Hefur hann aðgang að tryggu afgirtu svæði?
Umönnun og þjálfun
Fyrstu tólf mánuðirnir eru afar mikilvægir og gæta þarf að ýmsu. Þessir hundar vaxa afar hratt og á mesta vaxtartímabilinu eru þeir að bæta á sig 2-3 kg á viku. Þeir þurfa að fá að éta 3-4 sinnum á dag og borða í uppvexti mun meira en fullorðinn hundur. Ekki láta hvolp hlaupa um
eftirlitslaust, ekki láta hann hlaupa upp og niður stiga nema undir eftirliti vegna slysahættu eða verða of uppgefinn í leik við t.d. aðra fullorðna hunda á heimilinu. Umhverfisþjálfun er afar mikilvæg þannig að þótt ekki sé farið í langar eða miklar göngur þá er mikilvægt að hvolpurinn fái að fara með þér í flestar ferðir þar sem það er mögulegt, fara með í bæinn í bílnum, fara með þegar þú sækir krakkana í skólann eða leikskólann og leyfa honum að umgangast sem flesta. Hafðu það samt alltaf í huga að það eru kannski ekki alveg allir sem eru til í að umgangast hann. Þetta tryggir að þú hefur - þegar upp er staðið - hund sem er yfirvegaður í flestum aðstæðum.
Þjálfun er mikilvæg en athugaðu að þeir eru ekki beint þekktir fyrir skilyrðislausa hlýðni. Það er mikilvægt að byrja snemma að æfa taumgöngu með þeim, að þeir þekki skipanirnar kyrr/bíða og umfram allt skipunina „NEI“. Einnig er nauðsynlegt að þeir þekki nafnið sitt og innkall. Þessi grunnþjálfun reynist þeim almennt afar auðveld og þeir bregðast afar vel við jákvæðum þjálfunaraðferðum þar sem styrkingin er verðlaun á borð við nammi, hrós og knús. Þeir hafa oft viðkvæma skapgerð svo refsingar og öskur verða til þess eins að þeir forðast þig.
Ef þú ert svo heppinn að eiga írskan úlfhund þá skaltu njóta hvers dags með honum vegna þess að hann verður þinn besti vinur og sálufélagi og gefur þér þúsundfalt til baka þá ást, tryggð og umhyggju sem þú sýnir honum. Líf þitt verður aldrei hið sama eftir að írskur úlfhundur hefur átt þig.