top of page

Aðalfundur Mjóhundadeildar 11 febrúar 2024

 

 

Farið var yfir ársskýrslu. Og samning Royal canins.

Mikið var rætt um beituhlaup og hvernig er best að virkja starfið innan deildarinnar aftur, rætt um staðsetningu og verðið. Skoða bláfjallaafleggjaran og fleiri staði. Berglind stakk uppá því að Axel maðurinn hennar myndi fara í stjórn beituhlaupsnefndar með Guðrúnu. Einnig talaði Elsa um að maðurinn hennar gæti aðstoðað ef þörf er á.

Fjáröflun selja bein og brjósk. Halda sýningarþjálfanir. Berglind og Anna ætla halda sýningarþjálfarnir á vegum deildarinnar og einnig er Berglind með mikið magn í gengum pabba sinn af lambabeinum og brjóski til að selja fyrir deildina.

Stefnan 2024 fyrir deildina er að safna pening og halda deildarsýningu með Royal canin í haust/vetur og erum við með lista af dómurum sem áhuga hafa að koma og dæma. Það var mikill áhugi fyrir deildarsýningu svo deildin vinnur núna við að finna dómara og starta ferlinu.

Skoðað var hvort það þyrfti að setja úrslit eftir hverja sýningu inná heimasíða mjóhundadeildar eða hvort það væri nóg að skoða úrslit sýninga inná hundavefur og vorum við sammála um að það væri óþarfi en grúppan mun koma inná heimasíðu deildarinnar.

Það var einnig rætt um logo deildarinnar og voru allir sammála um það að skoða að láta gera nýtt logo fyrir deildina. Og verður skoðað það nánar á þessu ári.

Fundagerðir 2022

Aðalfundur Mjóhundadeildar var haldinn 27.Janúar 2022

Stjórnarfundur:
 

  1. Selma ræddi við Berglindi Ósk um endurbætur á heimasíðunni og sendi henni upplýsingar varðandi það í FB skilaboðum.

  2. Undirbúningur fyrir væntanlega deildarsýningu með Chihuahuadeildinni í apríl 2022 var ræddur.

  3. Skipulag á sýningarþjálfun var sett upp,,Selma sér um þær þjálfanir.

  4.  Þá var rætt um beituhlaup, staðsetningar og ákveðið var að halda áfram með þá vinnu að þýða sænsku reglurnar. Stjórnin stefnir á að koma beituhlaupum í gang sumarið 2022.

Fundi slitið

Aðalfundur Mjóhundadeildar 2022

Fundinn Sátu:
Selma Olsen, Berglind Ósk Sigurðardóttir, Anna Dís Arnarsdóttir, Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir,Inga Kristín Sigurgeirsdóttir.

 

Inga Kristín gaf kost á sér í stjórn deildarinnar og var hún kosin, Nína gaf kost á sér sem varamaður og var hún einnig kosin.


Stigahæsti hundur Mjóhundadeildar 2021 var heiðraður með blómum , viðurkenningarskjali og afhendingu á farandbikar deildarinnar Vaka Víðisdóttir kom og tók við bikar og öðru.

Stjórn deildarinnar eftir aðalfund:
Í aðalstjórn Mjóhundadeildar HRFÍ eru:

Selma Olsen, formaður
Elsa Jóna, gjaldkeri
Anna Dís Arnarsdóttir, ritari
Berglind Ósk Sigurðardóttir, meðstjórnandi,heimasíða og samfélagsmiðlar
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir, meðstjórnandi

Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir, varamaður

Aðalfundur Mjóhundadeildar 2021

 

Aðalfundur mjóhundadeildar verður haldinn 16. mars kl. 20.30 í fundarsal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15.

 

Dagskrá: Ársskýrsla 2020 Ársreikningar 2020 Önnur mál Stjórnarkjör Laus eru 3 sæti í stjórn en Elsa Jóna gefur þó kost á sér til endurkjörs, tvö sæti eru því laus og hvetjum við áhugasama um að hafa samband á mjohundar@gmail.com

 

Vegna aðstæðna verða stigahæstu mjóhundar ekki heiðraðir í ár en upplýsingar um sýningarárangur verða birtar á heimasíðu deildarinnar. Stigahæsti mjóhundurinn fær afhenta mjóhundastyttuna til varðveislu næsta árið.

Fundagerðir frá 2021

Stjórnarfundur Mjóhundadeildar 27.febrúar 2023

 

Fundur settur kl 17:30

 

Mættar eru :

Anna Dís Arnarsdóttir, Berglind Ósk Sigurðardóttir, Guðrún Margrét Valgeirsdóttir, Elsa Jóna, Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir.
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir lasin.

 

Beituhlaup:
Skoða staðsetningu á túni.
- Fótboltavöllurinn Fjölni, Þorlákshöfn mögulegir.
- Hvolpar og ungir hundar, hægt að halda í bænum, bein stutt braut.
Rætt var um verð fyrir hvern tíma í beituhlaupi.

Fjáröflun:

Fjáröflun Berglindar, sala á brjóski og beinum. Mögulega hráfæði.


Deildarsýning eða Beituhlaupsþjálfari.
Allar sammála að fá beituhlaupsþjálfara í ár og halda deildarsýningu 2024.

 

 

Stigagjöf

Samþykkt var á heiðrun og ársfundi mjóhundadeildar að bæta við stigum fyrir grúbbu sæti og BIS sæti. Stigin eru eins talin nema sömu stig eru gefin fyrir grúbbu sætin og sæti í tegund (- 5 stigin fyrir BOB)


Stjórnin

Formaður: Anna Dís Arnarsdóttir
Ritari: Inga Kristín Sigurgeirsdóttir
Gjaldkeri: Elsa Jóna

Meðstjórnandi og heimasíða: Berglind Ósk Sigurðardóttir
Meðstjórnandi: Guðrún Margrét Valgeirsdóttir
Varamaður: Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir

 

Fundi slitið kl 19:00

Aðalfundur 2023

7. febrúar 2022

Aðalfundur mjóhundadeildar
Mættir: Selma Olsen, Inga Kristín Sigurgeirsdóttir, Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir,Berglind Ósk (rafræn) Guðrún Margrét Valgeirsdóttir, Anna Dís,Berglind Gestsdóttir

 

Ársskýrsla lesin
Ársreikningur lesin

Rætt um beituhlaup mögulegar staðsetningar þá var einnig rætt um fjáröflun fyrir deildina.

Stjórnarkjör
Guðrún Margrét Valgeirsdóttir gaf kost á sér og var samþykkt í stjórn
Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir gaf kost á sér og var samþykkt í stjórn

Önnur mál
Tillaga um breytingu á talningu atkvæða borin upp, allir sammála að telja grúbbustig eins og sætaröð 1-4, þetta þarf að laga á heimasíðu


Tillaga Ernu Óladóttir um heilsufarsskoðanir hjá greyhound var rædd ekki er talin ástæða að mjaðma- eða olnbogamynda greyhound þetta er ekki vandamál hjá tegundinni að olnbogar og mjaðmir séu ekki í lagi, Berglind Ósk telur hins vegar ástæðu til að rannsaka undaneldisdýr gagnvart Poly neuropathy. Guðrún Margrét segir að í Borzoi séu komnar heilsufarskröfur í Noregi og hún óskar eftir að sömu kröfur séu gerðar hér fyrir Borzoi þ.e. DM, thyroid, hjarta og augnskoðun.

Heiðrun.

Fundagerðir 2021

28.12.2021

Mættir: Berglind Ósk, Selma.

Berglind Ósk er að vinna í að uppfæra heimasíðuna.

Stefnt að því að hafa aðalfund í janúar, athuga með HRFI sal (Selma)

Það vantar fólk í stjórn, að minnsta kosti eitt laust sæti

Skoða með tún  í Ölfusi til að halda beituhlaup (Berglind Ósk)

Athuga með að panta rósettur að utan fyrir deildarsýningu (Selma)

Rætt um stigagjöf í deildinni, þá ákvörðun að stigahæsti hundur HRFI sé einnig stigahæsti hundur í
deildinni. Ekki allir sammála þessari breytingu þar sem þetta á ekki við t.d. hundinn í öðru sæti.
Ákveðið að breyta engu að svo stöddu.
Varðandi heiðrun á stigahæsti hundi, minna á að skila bikar og grafa í hann (Selma)
Fá 4 poka af varningi fyrir verðlaunahunda (Berglind Ósk )
Prenta út heiðursskjöl (Berglind Ósk)

19.12.2021

Haldnir hafa verið nokkrir fundir seinustu mánuði með formanni /stjórn Chihuahuadeildar HRFI vegna áhuga á að halda sameiginlega deildarsýningu, nýlega var samykkt umsókn deildana hjá HRFI. Fyrirhuguð deildarsýning er 30.apríl 2022. Deildirnar halda áfram að vinna að þessu verkefni sameiginlega.

bottom of page