top of page

Greyhound

Tengiliður tegundinnar : Berglind Ósk Sigurðardóttir

Email: berglindosk123@gmail.com

Sími: 866-1384

Greyhound Standard

FCI staðall N° 158

Tegundarhópur 10: Mjóhundar

Notkun: Veiðihundar sem hlaupa upp bráðina

Hæð á herðarkamb og þyngd

Rakkar: 71-76 cm Þyngd 27-50 kg

Tíkur: 68-71 cm Þyngd 26-40 kg

Litir: Allir litir eru leyfilegir í tegundinni.

Eðli:

Greyhound er hraðskeiðasta hundategundin í heimi, hún er meira segja önnur hraðskeiðasta dýrategund í heimi en í fyrsta sæti er Blettatígurinn. Í dag skiptist tegundin í tvo undirflokka það er sýningarlínan og keppnislínan. Sýningarlínan er stærri og þyngri og er eins og Greyhoundin var upprunnalega ræktaður. Keppnislínan kom svo til þegar fólk fór að rækta Greyhound fyrir veðhlaup.Þá voru þeir allir ræktaðir smærri til að ná upp hraðanum á brautinni. Flestir sem þekkja Greyhound í dag þekkja þá út frá keppnisútlitinu.Fólki bregður oft þegar það sér sýningarlínuna vegna stærðar og hæðar hennar. En hvort sem um ræðir eru þeir þekktir fyrir tign sína og þokka. Þetta er tegund sem hagar sér eins og klassískur mjóhundur. Þeir eru ljúfir og góðir en geta þó sumir verið feimnir svo umhverfisþjálfun skiptir gríðarlega miklu máli þegar þú tekur að þér Greyhound. Gott er að muna hafa húmor fyrir tegundinni því þeir eiga það til að haga sér eins og smáhundar og hoppa við fyrsta tækifæri í fangið á þér ef þeir sjá tækifæri til. Þetta er tegund sem þolir ekki mikið af grófum aga svo það skiptir máli að þegar kemur að þjálfun að hrósa og gefa verðlaun fyrir rétta hegðun frekar en að skamma þá fyrir ranga. Sem hvolpar eru þeir uppátækjasamir eins og allir hvolpar, svo gott er að muna að þolinmæði er okkar besti vinur þegar kemur að uppeldi Greyhounda. Ef rétt er farið að eignastu félaga sem mun koma til með að veita þér/þínum góðan félagsskap næstu árin.

Umhirða og feldur:

Greyhound er með einfaldan feld svo það fylgir honum ekki mikil feldumhirða. En muna þarf þó að bursta þá reglulega og baða. Þetta er stór tegund svo sem fer úr hárum þó aðallega á vorin og haustin. Ef mikið hárlos er til staðar er ráðlagt að skoða matarræðið þeirra. Þeir eru líka hlaupahundar svo þeir eiga það til að rifna á hlaupum svo það getur verið gott að hafa það bak við eyrun þegar farið er með þá í lausahlaup. Greyhound er ekkert rosalega harður af sér svo það er líklegt að það þurfi að staðdeyfa þá ef þeir fá sár sem þarf að sauma. Greyhound er ekki með sterkar tennur svo það skiptir gríðarlega miklu máli að hugsa vel um tennurnar þeirra og tannbursta reglulega og gefa þeim góð nagbein. Einning geta þeir verið óttarlegar dramadrottningar þegar kemur að naglasnyrtingu svo það er gott að venja þá strax við að láta klippa klær. Sumum hefur reynst betur að trimma þær með rafmagnsklippum í stað þess að klippa.


 

Hreyfing:

Margir halda að vegna þess að Greyhound er stór hlaupahundur þá þurfi hann endalausa hreyfingu er það ekki rétt. En ungir hundar geta verið gröfuharðari á göngur og lausahlaup. Gott er að kenna þeim innkall strax og hrósa mikið þegar þeir koma, jafnvel gefa verðlaun. En þeir eru ekki mikið að hlaupa langar vegalengdir nema um veðhlaup/beituhlaup er að ræða. Tegundin er þekktari fyrir að taka svokallaða sprints (spretti) hér og þar. En þeir þurfa daglega gönutúra 30-60 min daglega því óhreyfður Greyhound getur orðið ansi uppátækjasamur og tekið að sér að naga og skemma ef hann er ekki hreyfður nóg.En þeir elska fátt jafn mikið og taka góðan göngutúr með fólkinu sínu í hverfinu að skoða umhverfið og þefa að næsta ljósastaur.


 

Uppruni:

Tegundin eins og við þekkjum hana í dag á ættir sínar að rekja til Bretlands. Bretar ræktuðu standardin eins og hann er þekktur fyrir í dag. Hérna á árum áður voru þeir notaðir í héraveiðar aðallega.Greyhound var einning notaður til veiðar og í sporti til að elta bráð uppi með augunum en ekki nefinu.Greyhound eru með bestu sjónina en þeir sjá 270 gráður þannig þeir sjá aftur fyrir sig að hluta. Þeir sjá einning allt að 800 metra framm fyrir sig. Þeir eru með svokallaða stereoscopic eyesight sem þýðir að þeir sjá einstaklega vel hluti sem hreyfast.

Geyhounds eða hundar sem líkjast hvað mest þeim hafa verið félagar mannsins í svo langan tíma að þeir eru jafnvel nefndir í elstu fornritum, þar á meðal Biblíunni. Sumir vilja meira segja meina að Greyhound hafi verið í örkinni hans Nóa. Sérfræðingar benda til þess að tegundin eigi rætur sínar að rekja um 4.000 ár fyrir krist til blómatíma konungsríkja Egyptalands, Grikklands og Persíu. Greyhound urðu svo virtir af kóngafólki að þeir fundust oft í myndum af konunglegum hirslum og í sumum tilfellum fundust þeir jafnvel múmíaðir í fornegypskum grafhýsum, þar sem þeir voru varðveittir sem félagar fyrrverandi eigenda sinna í framhaldslífinu.

Hérna á árum áður var almennum borgurum bannað að eiga Greyhounda og voru þeir einungis ræktaðir fyrir aðalsmenn og konungsfólk.

bottom of page