Fundagerðir 2020

 

17.08.2020
Fundur í Mjóhundadeild
Mættar: Gunnur Sif, Selma.
1.Skrifað undir pappíra til RSK, upplýsingar um hverjir sitja í stjórn deildarinnar. Selma reynir að hitta aðra stjórnarmeðlimi til að skrifa undir skjalið.
Anna Sigríður Einarsdóttir
Berglind Ósk Sigurðardóttir
Elsa Jóna
2. Rætt um hvernig best er að þýða sænska regluverkið til að HRFI samþykki það. (krafa frá HRFI að þýða regluverkið á íslensku) Ákveðið að Selma kanni kostnað við að þýða reglurnar hjá þýðanda eða öðrum sem treystir sér í verkið
3. Áhugi er hjá félagsmönnum að halda opna sýningu næstu helgi, ákveðið að ahuga hvort að HRFI samþykki að deildin haldi slíka sýningu, Ása María Guðbergsdóttir er tilbúin að dæma.
4. Rætt var að reyna hafa sýningaþjálfanir.
5. Stefnun á að hafa hundagöngu niður Laugaveginn fljótlega.
Fundi slitið

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar haldin 13.02 2020 beint eftir aðalfund.

Fundin sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Selma Olsen, Anna Sigríður Einarsdóttir og Berglind Ósk Sigurðardóttir.
Selma var kosin formaður stjórnar
Elsa Jóna kjörinn gjaldkeri
Ritari var kjörin Anna Sigríður Einarsdóttir
Rætt um möguleikann á að hvetja til hundahittings mjóhundaeigenda.
Fundi slitið.

Fundargerð af aðalfundi Mjóhundadeildar 2020
 

Fundur settur kl 20:30, fimmtudaginn 13.02.2019

Fundastjóri  Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, ritari Anna Sigríður Einarsdóttir.
Fundur boðaður löglega, auglýstur með 10 daga fyrirvara á heimasíðu og facebooksíðu Mjóhundadeildar.
Fundinn sátu fyrir hönd stjórnar Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Selma Olsen og Anna Sigríður Einarsdóttir.
Auk stjórnar mættu á fundinn Berglind Ósk Sigurðardóttir, Guðmunda Magnea Friðriksdóttir og Sigrún Eir Axelsdóttir.
Dagskrá
Árskýrsla lesin af formanni deildar Gunni Sif Sigurgeirsdóttur.
Ársreikningur lesin af Selmu Olsen í fjarveru gjaldkera, Elsu Jónu.


Kosning í stjórn.
Kjósa þarf í stjórn í stað Berglindar Gestsdóttur sem gengur úr stjórn. Berglind Ósk Sigurðardóttir gefur kost á sér í stjórn í hennar stað og var hún kosin með öllum greiddum atkvæðum.
 
Annað
Rætt um möguleika á að halda deildarsýningu eða beituhlaup á þessu ári
Samþykkt að gera könnun á Facebook-síðu deildarinnar um það hvort áhugi sé meðal mjóhundaeigenda að taka þátt í beituhlaupskeppni.
Ákveðið var að halda áfram leit að mjóhundadómara fyrir deildarsýningu, með það í  huga að halda mögulega slíka sýningu á næsta ári.
Lögð var fram tillaga stjórnar um að framvegis verði tilgreindur stigahæsti öldungurinn  og stigahæsti öldungur innan tegundar. Fái öldungur ck fær hann 5 stig fyrir fyrsta sæti í öldungi og 3 stig fái öldungur í öðru sæti líka ck. Samþykkt.
Heiðrun stigahæstu hunda.                        


Fundur mjóhundadeildar 13.2.20

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Selma Olsen

Fundarefni: Undirbúningur fyrir aðalfund:

Lagður fram listi yfir þá sem hafa kosningarétt á aðalfundi.
Stjórn leggur til að framvegis verði tilgreindur stigahæsti öldungurinn  og stigahæsti öldungur innan tegundar. Fái öldungur CK fái hann 5 stig fyrir fyrsta sæti í öldungi og 3 stig fái öldungur í öðru sæti líka CK. Samþykkt að leggja tilllöguna fram á aðalfundi.
Stjórn samþykkir að greiða Selmu Olsen vegna Facebook auglýsingar um aðalfund deildarinnar. 

Fundur Mjóhundadeildar 22.1.2020.

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Selma Olsen
​ 
Fundarefni: Ákvörðun dagsetningar aðalfundar og útreikningur stiga eftir sýningar ársins. 

Farið var yfir úrslit sýningar og gengið frá niðurstöðunum til birtingar á vef Mjóhundadeildar.


Stjórn samþykkti að aðalfundur skyldi haldinn  13. febrúar nk. og verður hann auglýstur á næstunni.
 
Annað:
Við stigatalningu kom til umræðu hvort veita ætti stig fyrir besta öldung. Núverandi reglugerð Mjóhundadeildar, sem byggir á reglum sænsku mjóhundadeildarinnar, gerir ekki ráð fyrir slíku. Stjórn var þó sammála um að leggja fyrir aðalfund að gera breytingu þar á.
 
Þrengsli á sýningum voru einnig til umræðu og voru stjórnarmenn sammála um að þrengsli líkt og verið hafa á tveimur síðustu innisýningum séu áhyggjuefni. Mikil aukning hefur orðið undanfarin misseri í fjölda sýndra hunda og ætti slíkt að öllu jöfnu að vera fagnaðarefni. Afleiðing vinsældanna er hinsvegar sú að Reiðhöllin í Víðidal er nú orðin svo pökkuð að lítið þarf  út af að bregða til að slys verði. Ekkert rými er heldur við nú verandi aðstæður til að hita hunda upp eða hreyfa áður en í hringinn er komið og sömuleiðis má setja spurningamerki við það hversu heppilegt sé að sýna hvolpa í þessu mikla áreiti. 
Stjórn Mjóhundadeildar hvetur því sýningastjórn Hundaræktarfélags Íslands til að taka skipulag innisýninga HRFÍ til endurskoðunar, annað hvort með því að finna stærri aðstöðu eða mögulega með því að hafa sýningarnar í fleiri en einu húsnæði.
 
Fundi slitið.