Fundagerðir 2022

Aðalfundur Mjóhundadeildar var haldinn 27.Janúar 2022

Stjórnarfundur:
 

  1. Selma ræddi við Berglindi Ósk um endurbætur á heimasíðunni og sendi henni upplýsingar varðandi það í FB skilaboðum.

  2. Undirbúningur fyrir væntanlega deildarsýningu með Chihuahuadeildinni í apríl 2022 var ræddur.

  3. Skipulag á sýningarþjálfun var sett upp,,Selma sér um þær þjálfanir.

  4.  Þá var rætt um beituhlaup, staðsetningar og ákveðið var að halda áfram með þá vinnu að þýða sænsku reglurnar. Stjórnin stefnir á að koma beituhlaupum í gang sumarið 2022.

Fundi slitið

Aðalfundur Mjóhundadeildar 2022

Fundinn Sátu:
Selma Olsen, Berglind Ósk Sigurðardóttir, Anna Dís Arnarsdóttir, Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir,Inga Kristín Sigurgeirsdóttir.

 

Inga Kristín gaf kost á sér í stjórn deildarinnar og var hún kosin, Nína gaf kost á sér sem varamaður og var hún einnig kosin.


Stigahæsti hundur Mjóhundadeildar 2021 var heiðraður með blómum , viðurkenningarskjali og afhendingu á farandbikar deildarinnar Vaka Víðisdóttir kom og tók við bikar og öðru.

Stjórn deildarinnar eftir aðalfund:
Í aðalstjórn Mjóhundadeildar HRFÍ eru:

Selma Olsen, formaður
Elsa Jóna, gjaldkeri
Anna Dís Arnarsdóttir, ritari
Berglind Ósk Sigurðardóttir, meðstjórnandi,heimasíða og samfélagsmiðlar
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir, meðstjórnandi

Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir, varamaður