top of page

 

Fundagerðir 2022

Aðalfundur Mjóhundadeildar var haldinn 27.Janúar 2022

Stjórnarfundur:
 

  1. Selma ræddi við Berglindi Ósk um endurbætur á heimasíðunni og sendi henni upplýsingar varðandi það í FB skilaboðum.

  2. Undirbúningur fyrir væntanlega deildarsýningu með Chihuahuadeildinni í apríl 2022 var ræddur.

  3. Skipulag á sýningarþjálfun var sett upp,,Selma sér um þær þjálfanir.

  4.  Þá var rætt um beituhlaup, staðsetningar og ákveðið var að halda áfram með þá vinnu að þýða sænsku reglurnar. Stjórnin stefnir á að koma beituhlaupum í gang sumarið 2022.

Fundi slitið

Aðalfundur Mjóhundadeildar 2022

Fundinn Sátu:
Selma Olsen, Berglind Ósk Sigurðardóttir, Anna Dís Arnarsdóttir, Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir,Inga Kristín Sigurgeirsdóttir.

 

Inga Kristín gaf kost á sér í stjórn deildarinnar og var hún kosin, Nína gaf kost á sér sem varamaður og var hún einnig kosin.


Stigahæsti hundur Mjóhundadeildar 2021 var heiðraður með blómum , viðurkenningarskjali og afhendingu á farandbikar deildarinnar Vaka Víðisdóttir kom og tók við bikar og öðru.

Stjórn deildarinnar eftir aðalfund:
Í aðalstjórn Mjóhundadeildar HRFÍ eru:

Selma Olsen, formaður
Elsa Jóna, gjaldkeri
Anna Dís Arnarsdóttir, ritari
Berglind Ósk Sigurðardóttir, meðstjórnandi,heimasíða og samfélagsmiðlar
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir, meðstjórnandi

Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir, varamaður

Aðalfundur Mjóhundadeildar 2021

 

Aðalfundur mjóhundadeildar verður haldinn 16. mars kl. 20.30 í fundarsal Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15.

 

Dagskrá: Ársskýrsla 2020 Ársreikningar 2020 Önnur mál Stjórnarkjör Laus eru 3 sæti í stjórn en Elsa Jóna gefur þó kost á sér til endurkjörs, tvö sæti eru því laus og hvetjum við áhugasama um að hafa samband á mjohundar@gmail.com

 

Vegna aðstæðna verða stigahæstu mjóhundar ekki heiðraðir í ár en upplýsingar um sýningarárangur verða birtar á heimasíðu deildarinnar. Stigahæsti mjóhundurinn fær afhenta mjóhundastyttuna til varðveislu næsta árið.


 

bottom of page