

Fundagerðir 2025
Ársfundur og Heiðrun Mjóhundadeildar
Stjórnin – Í stjórnini núna eru 4 einstaklingar þeir eru,
-
Anna Dís formaður,
-
Berglind Ósk meðstjórnandi samfélagsmiðlar og heimasíða
-
Guðrún meðstjórnandi
-
Elsa Jóna gjaldkeri
Í ár 2025 losnuðu tvær stöður í stjórnini það var staða Elsu og Guðrúnar. Hún Elsa vildi losna en Guðrún gaf kost á sér aftur í gjaldkerastöðu Elsu. Stjórnin hefur samþykkt beiðni Guðrúnar og verður hún nýr gjaldkeri. Sigrún Eir gaf einnig kost á sér í stjórn hjá Mjóhundadeildinni og mun hún sjá um samfélagsmiðla.Berglind Zoega gaf svo kost á sér og verður hún nýr ritari deildarinnar. Þannig ný stjórn verður,
-
Anna Dís formaður
-
Berglind Ósk meðstjórnandi og heimasíða
-
Sigrún Eir meðstjórnandi samfélagsmiðlar
-
Berglind Zoega ritari
-
Guðrún gjaldkeri.
Deildarsýningar á planinu er að halda eina eða tvær deildarsýningar á árinu. Við þökkum öllum fyrir hlý orð og hrós eftir síðustu deildarsýningu sérstaklega þar sem við vorum mjög stressaðar að gera þetta einar í fyrsta sinn. Við viljum þakka Dýrheimum fyrir að styrkja deildina og leyfa okkur að nota salinn,það var æðislegt og virkilega gott andrúmsloft sem myndaðist. Í ár verður á planinu að halda aðra deildarsýningu og jafnvel tvær ef tíminn vinnur með okkur. Við viljum byrja á að fá til okkar dómara sem er Whippet eða Afghan hound specialisti. Þessar tvær tegundir eru þær stærstu í deildinni og finnst okkur það sanngjarnt gagnvart þeim. Ef skráning gengur jafn vel og síðast þá borga þessar sýningar fyrir sig sjálfar.
Dómarar það eru nokkrir dómarar sem hafa áhuga á að koma til landsins, það er einn íslenskur dómari sem hefur haft samband og vill koma til landsins og dæma hún hefur mikla reynslu á mjóhundum og þekkingu.
Hverjar eru ykkar skoðanir á að fá íslenska dómara ? Ekki tóku fundargestir vel í þá hugmynd að fá íslenska dómara til að dæma. Stjórnin mun koma til með að taka það til greina.
Og eru þið með dómara sem þið mynduð vilja sjá dæma hérna á Íslandi ? Já stjórnin fékk nokkrar hugmyndir af dómurum og mun vinna í gengum þann lista og hafa samband við þá dómara sem hafa áhuga.
Heilsufarsskoðanir þetta er heit umræða og viljum við byrja á að minna alla á að þetta eru skoðanir sem við erum að ræða og málefni sem þarf að taka upp á þessum fundi. Ef setja á heilsufarskoðanir á hunda fyrir ræktun/pörun þurfum við að vera vissar að það eigi rétt á sér. Hingað til hafa ekki verið neinar kröfur um heilsufarskoðanir. Mjóhundar almennt á Íslandi verið heilsuhraustir og í raun ekki verið hægt að rekja neina heilsufarsgalla aftur í ættir hjá neinni tegund. Eftir að hafa rætt við önnur Norðulönd komumst við að því að gerð er krafa um augnskoðun í sumum löndum og BMA í Borzoi. Í Greyhound er krafa um að þeir hundar sem paraðir eru hafa ekki Neuropathy. Og Whippet er augnskoðun. Við viljum vera vissar um að áður en settar séu svona kröfur er að það sé þörf fyrir þeim og þær eigi rétt á sér, er þetta að greinast í hundum hér á landi eða ekki ? Það er að sjálfsögðu hverjum og einum ræktanda sjálfsagt að heilsufarsskoða sín dýr að vild ef þeim finnst þörf fyrir því. En hvað viljum við sem heild gera ? Okkar hugmynd var að búa til spurningarlista fyrir fólk að svara ónafngreint og ræktun ekki tekin fram, listin myndi hljóma svona,
-
Hefur þú átt mjóhund síðustu 10 ár ?
-
Hvaða tegund er hann ?
-
Er hann með einhvern króniskan sjúdóm ?
-
Eru einhver vandarmál að hrjá hann í daglegu lífi ?
-
Er hann á lífi ?
Ef ekki kæmi undirspurning,
-
Hvernig lést hann ?
Þarna gætum við séð á svörum frá fólki hvað hefur verið að greinast og gerast í mjóhundum almennt og er í raun þörf fyrir deildina að láta heilsufarsskoða mjóhunda. Þetta er líka verkfæri fyrir ræktendur til að sjá hvort það sé eitthvað sem vert er að skoða/laga í tegundnum okkar. Við erum þarna að stofna heilsufarsgrunn á Mjóhundum á Íslandi. Tekið skal fram að með þessari könnun erum við ekki að fara bendla einhver heilsufarsvandarmál við ræktendur eða annað slíkt. Ræktendur geta haft aðgang að könnunni og bætt inná hana að vild. En hún verður ekki endilega opinberuð nema fólk/ræktendur vilji það.
Þetta kom svoldið umræðu í gang fólk hefur misjafnar skoðanir og voru einstaklingar sammála og ósammála. Við munum og ætlum að skoða þetta betur á þessu ári 2025. En fólk tók almennt vel í að starta database um íslenska mjóhunda.
Beituhlaupið skipar stóran sess í Mjóhundadeildinni og er okkar helsta fjármagn inní deildina. Síðasta sumar tók Axel (maður Berglindar) og Stefanía Björgvins ásamt fleirum. Að sér þetta stóra verkefni að starta hlaupinu aftur og vá hvað það gekk vel. Við viljum halda áfram á þessari beinu braut og til þess þá þurfa fleiri að koma inní þetta verkefni með þeim. Svo ef þið hafið áhuga á að koma inní þetta kvetjum við ykkur að bjóða ykkur fram.




