top of page

Fundargerðir 2010-2020

Fundagerðir 2020

17.08.2020
Fundur í Mjóhundadeild
Mættar: Gunnur Sif, Selma.
1.Skrifað undir pappíra til RSK, upplýsingar um hverjir sitja í stjórn deildarinnar. Selma reynir að hitta aðra stjórnarmeðlimi til að skrifa undir skjalið.
Anna Sigríður Einarsdóttir
Berglind Ósk Sigurðardóttir
Elsa Jóna
2. Rætt um hvernig best er að þýða sænska regluverkið til að HRFI samþykki það. (krafa frá HRFI að þýða regluverkið á íslensku) Ákveðið að Selma kanni kostnað við að þýða reglurnar hjá þýðanda eða öðrum sem treystir sér í verkið
3. Áhugi er hjá félagsmönnum að halda opna sýningu næstu helgi, ákveðið að ahuga hvort að HRFI samþykki að deildin haldi slíka sýningu, Ása María Guðbergsdóttir er tilbúin að dæma.
4. Rætt var að reyna hafa sýningaþjálfanir.
5. Stefnun á að hafa hundagöngu niður Laugaveginn fljótlega.
Fundi slitið

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar haldin 13.02 2020 beint eftir aðalfund.

Fundin sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Selma Olsen, Anna Sigríður Einarsdóttir og Berglind Ósk Sigurðardóttir.
Selma var kosin formaður stjórnar
Elsa Jóna kjörinn gjaldkeri
Ritari var kjörin Anna Sigríður Einarsdóttir
Rætt um möguleikann á að hvetja til hundahittings mjóhundaeigenda.
Fundi slitið.

Fundargerð af aðalfundi Mjóhundadeildar 2020

 


 
Fundur settur kl 20:30, fimmtudaginn 13.02.2019

Fundastjóri  Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, ritari Anna Sigríður Einarsdóttir.
Fundur boðaður löglega, auglýstur með 10 daga fyrirvara á heimasíðu og facebooksíðu Mjóhundadeildar.
Fundinn sátu fyrir hönd stjórnar Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Selma Olsen og Anna Sigríður Einarsdóttir.
Auk stjórnar mættu á fundinn Berglind Ósk Sigurðardóttir, Guðmunda Magnea Friðriksdóttir og Sigrún Eir Axelsdóttir.
Dagskrá
Árskýrsla lesin af formanni deildar Gunni Sif Sigurgeirsdóttur.
Ársreikningur lesin af Selmu Olsen í fjarveru gjaldkera, Elsu Jónu.


Kosning í stjórn.
Kjósa þarf í stjórn í stað Berglindar Gestsdóttur sem gengur úr stjórn. Berglind Ósk Sigurðardóttir gefur kost á sér í stjórn í hennar stað og var hún kosin með öllum greiddum atkvæðum.
 
Annað
Rætt um möguleika á að halda deildarsýningu eða beituhlaup á þessu ári
Samþykkt að gera könnun á Facebook-síðu deildarinnar um það hvort áhugi sé meðal mjóhundaeigenda að taka þátt í beituhlaupskeppni.
Ákveðið var að halda áfram leit að mjóhundadómara fyrir deildarsýningu, með það í  huga að halda mögulega slíka sýningu á næsta ári.
Lögð var fram tillaga stjórnar um að framvegis verði tilgreindur stigahæsti öldungurinn  og stigahæsti öldungur innan tegundar. Fái öldungur ck fær hann 5 stig fyrir fyrsta sæti í öldungi og 3 stig fái öldungur í öðru sæti líka ck. Samþykkt.
Heiðrun stigahæstu hunda.                        


Fundur mjóhundadeildar 13.2.20

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Selma Olsen

Fundarefni: Undirbúningur fyrir aðalfund:

Lagður fram listi yfir þá sem hafa kosningarétt á aðalfundi.
Stjórn leggur til að framvegis verði tilgreindur stigahæsti öldungurinn  og stigahæsti öldungur innan tegundar. Fái öldungur CK fái hann 5 stig fyrir fyrsta sæti í öldungi og 3 stig fái öldungur í öðru sæti líka CK. Samþykkt að leggja tilllöguna fram á aðalfundi.
Stjórn samþykkir að greiða Selmu Olsen vegna Facebook auglýsingar um aðalfund deildarinnar. 

Fundur Mjóhundadeildar 22.1.2020.

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Selma Olsen
​ 
Fundarefni: Ákvörðun dagsetningar aðalfundar og útreikningur stiga eftir sýningar ársins. 

Farið var yfir úrslit sýningar og gengið frá niðurstöðunum til birtingar á vef Mjóhundadeildar.


Stjórn samþykkti að aðalfundur skyldi haldinn  13. febrúar nk. og verður hann auglýstur á næstunni.
 
Annað:
Við stigatalningu kom til umræðu hvort veita ætti stig fyrir besta öldung. Núverandi reglugerð Mjóhundadeildar, sem byggir á reglum sænsku mjóhundadeildarinnar, gerir ekki ráð fyrir slíku. Stjórn var þó sammála um að leggja fyrir aðalfund að gera breytingu þar á.
 
Þrengsli á sýningum voru einnig til umræðu og voru stjórnarmenn sammála um að þrengsli líkt og verið hafa á tveimur síðustu innisýningum séu áhyggjuefni. Mikil aukning hefur orðið undanfarin misseri í fjölda sýndra hunda og ætti slíkt að öllu jöfnu að vera fagnaðarefni. Afleiðing vinsældanna er hinsvegar sú að Reiðhöllin í Víðidal er nú orðin svo pökkuð að lítið þarf  út af að bregða til að slys verði. Ekkert rými er heldur við nú verandi aðstæður til að hita hunda upp eða hreyfa áður en í hringinn er komið og sömuleiðis má setja spurningamerki við það hversu heppilegt sé að sýna hvolpa í þessu mikla áreiti. 
Stjórn Mjóhundadeildar hvetur því sýningastjórn Hundaræktarfélags Íslands til að taka skipulag innisýninga HRFÍ til endurskoðunar, annað hvort með því að finna stærri aðstöðu eða mögulega með því að hafa sýningarnar í fleiri en einu húsnæði.
 
Fundi slitið.          

​Fundur Mjóhundadeildar 05.11.2019.

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Selma Olsen
 
​ 
Fundarefni: Fundarboð ræktunar- og staðlanefndar HRFÍ,  hugmyndir um deildarsýningu og beituhlaupskeppni.
 
Ræktunar- og staðlanefnd, sem vinnur nú að endurskoðun á 10. kafla reglna um ættbókarskráningu, "skilyrði ræktunar einstakra hundakynja" hefur óskað eftir fundi með stjórn Mjóhundadeildar þar sem farið verður yfir núverandi reglur og tillögur að breytingum þeirra.  Fundarboð sem nefndin hafði sent var hins vegar frestað og greindi Gunnur frá því að Ræktunarnefndin hafi ekki viljað upplýsa um hvað málið snúist. Mjóhundar eru hins vegar almennt heilsuhraustir og hefur til þessa ekki verið talin ástæða til sérstakra heilsufarsskoðana t.d. varðandi hjarta- og augu hjá ræktunarhundum. Stjórn deildarinnar er á þessum tímapunkti ekki kunnugt um að ástæða sé til að breyta því.
 
Rætt var um möguleikann á að halda beituhlaupskeppni næsta sumar. Selma hefur verið í sambandi við sænskan beituhlaupsdómara, Camillu Johansson, og segir hana áhugasama að koma til Íslands og dæma keppni.  Til að af keppni geti orðið þurfa hins vegar fleiri hundar að fá licence og því þyrfti að ná að halda nokkkur hlaup  síðla vors/snemm sumars.
Útbúa þarf keppnisbækur og þýða og staðfæra reglur sænska beituhlaupskúbbsins áður en af keppni getur orðið. Einnig þarf að kanna hvort einhverjar kvaðir séu af hálfu HRFÍ, t.d. fjárhagslega, á að slík keppni sé haldin.
Ólíklegt verður að telja að slík keppni standi undir sér fjárhagslega, en stjórn hefur áhuga á að kanna hvort hægt sé að fá fyrirtæki til að veita styrki.
 
Á fundinum var einnig ræddur áhugi stjórnar á að halda deildarsýningu einhvern tímann á næstu misserum.  Mjóhundasérfræðingurinn Arnaldo Cotugno, sem er með  Sobresalto ræktunina á Ítalí, hefur áður lýst yfir áhuga á að koma til Íslands og dæma og bjóða um leið upp á fyrirlestur um mjóhunda og ræktun þeirra. Hann er hins vegar að undirbúa heimssýninguna á næsta ári því ólíklegt að hann hafi tíma að henni lokinni.
 
Til að fjárhags- og skipulagslegur grundvöllur sé fyrir deildarsýningu þarf að fá eina eða fleiri deildir í samstarf og hefur Schnauzer-deildin t.d  lýst áhuga á að koma að sýningu sem Cotugno dæmi á. Mjóhundadeild er þó ókunnugt um hvort hann hafi réttindi til að dæma Schnauzer. Selma tekur að sér að ræða við stjórn Schnauzer deildar og kanna málin.
Stjórn telur Cotugno áhugaverðan kost, en að skoða eigi þó hvaða aðrir dómarar komi mögulega til greina, ekki hvað síst með það í huga að fleiri deildir geti komið að sýningunni. 
 

Í tíð síðustu stjórnar sá Sarah Knappe um að setja upplýsingar inn á vef deildarinnar. Selma samþykkti að taka yfir þetta hlutverk og ætlar að setja inn á vef úrslit síðustu þriggja sýninga. Selma mun einnig breyta tengilið á vefnum og mynd frá heiðrun stigahæsta mjóhunds síðasta árs. Anna sér um að hafa samband við Söruh og fá afhent lykilorð og ljósmyndir frá heiðrun.
Þrjú beituhlaup hafa verið haldin það sem af er sumri og hefur þátttaka verið góð. Gras á túninu sem notað hefur verið undanfarið fer þó að verða of hátt til að hægt verði að nota það mikið lengur. Stjórn ræddi einnig um að fjölga þurfi stöðum sem hægt er að hlaupa á, til að mynda með það í huga að hægt verði að leggja lengri braut, og eru tveir staðir nú til skoðunar.
Selma lagði einnig til að ljúka viðræðum við HRFÍ um að fá beituhlaup samþykkti til meistarastigs og tók stjórn vel í þá hugmynd.
 
Fundi slitið.     



Fundur Mjóhundadeildar 02.03.2019.

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Elsa Jóna, Anna Sigríður Einarsdóttir og Sarah Knappe
 
Gestur: Selma Olsen
​ 
Fundarefni: Skipulag aðalfundar og rætt um tillögu að deildarsýningu á þessu ári.
 
Ákveðið var að halda aðalfund Mjóhundadeildar 28. mars og heiðra stigahæstu hunda síðasta árs við þetta sama tækifæri. Fundarmenn skiptu með sér verkum fyrir aðalfund, s.s. varðandi gerð ársreiknings og ársskýrslu. Sarah Knappe mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og því þarf að kjósa einhvern í hennar/þeirra stað.
 
Selma greindi stjórninni frá því að hún hefði verið í sambandi við mjóhundasérfræðinginn Arnaldo Cotugno, sem er með  Sobresalto ræktunina á Ítalíu. Hann hefur lýst yfir áhuga á að koma til Íslands og bjóða upp á fyrirlestur um mjóhunda og ræktun þeirra og gefur einnig kost á sér sem dómari á  deildarsýningu.
Cotugno er nokkuð laus við í ágúst og var ákveðið að kanna grundvöll fyrir því að halda deildarsýningu helgina 10.-11. ágúst.
Stjórnin tekur að sér að athuga hvort að fjárhagsgrundvöllur sé fyrir slíkri sýningu, hvort leyfi fáist hjá HRFÍ og hvort heppilegt húsnæði finnist.
 
Fundi slitið.        

Fundur Mjóhundadeildar 29.11.2018.

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Sarah Knappe
​ 
Fundarefni: Útreikningur stiga eftir sumar- og haustsýningar ársins og stigahæsta mjóhundar árið 2018. 
Farið var yfir úrslit sýningar og gengið frá niðurstöðunum til birtingar á vef Mjóhundadeildar.
 
 
Fundi slitið.          


Fundur Mjóhundadeildar 28.03.2018.

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Sarah Knappe
​ 
Fundarefni: Útreikningur stiga eftir Norðurljósasýninguna og stigahæsta mjóhundar árið 2017. 
Farið var yfir úrslit sýningar og gengið frá niðurstöðunum til birtingar á vef Mjóhundadeildar.
 
Rætt um heiðrun stigahæstu hunda síðasta árs og lögð fram tillaga um að heiðrun fari fram helgina 11.-13. maí.  Ákveða þarf nánar stund og stað, en gert er ráð fyrir að heiðrunin fari fram á kaffihúsi og að efnt verði við sama tilefni til umræðu með félagsmönnum um starf deildarinnar.
 
Fundarmenn ræddu um dómara á sumarsýningum HRFÍ. Engin mjóhundasérfræðingur er meðal dómara á júnísýningunum, en stjórnin samþykkti að óska eftir því við sýningastjórn að Jeff Horswell dæmi mjóhunda annan hvorn daginn.
 
Gunnur greindi þá frá því að Sunniva hafi boðist til að gefa deildinni nokkra bikara úr sínu safni. Samþykkt var að þiggja þá gjöf og velja í framhaldi eina sýningu á ári þar sem sá hundur sem er BOB hjá hverri tegund fái bikar til varðveislu.
 
Fundi slitið.     


Fyrsti fundur nýrrar stjórnar haldin 25.02 2018 beint eftir aðalfund.

Fundin sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Sarah Knappe, Steinar Valdimar Pálsson og Anna Sigríður Einarsdóttir.

Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir var kosin formaður
Elsa Jóna gjaldkeri
Anna Sigríður Einarsdóttir ritari
Sara Knappe meðstjórnandi
Steinar Valdimar Pálsson meðstjórnandi
Ákveðið var að Sarah og Steinar taki að sér umsjón með tölvumálum, tölvupósti og innsetningu frétta á vefsíðu og Facebook-síðu deildarinnar.
 
Rætt var um að koma möppu með efni deildarinnar, lógóum og öðru efni fyrir á skýi. Þá ætlar Steinar að senda Önnu lógó deildarinnar sem hann er búin að uppfæra og laga.
 
Útbúa þarf nýtt stjórnarspjall og veita nýjum stjórnarmeðlim aðgang að netfangi deildarinnar. Þá þarf að  fara yfir hvort að þörf sé á að gera einhverjar breytingar á því hverjir eru talsmenn tegunda á vef Mjóhundadeildar.
 
Einnig var rætt um að auka fréttaflutning á vefsíðu Mjóhundadeildar, m.a. með því að setja inn fréttir af því hvaða hundar stóðu sig best á hverri sýningu. Auk þess ætlar stjórn að sjá um að uppfæra upplýsingar um þau mjóhundagot sem orðið hafa undanfarin ár, en ekki hafa verið settar inn upplýsingar um whippet got frá 2015 og saluki og afgan got frá 2012. Þá þarf einnig að uppfæra upplýsingar um innflutta hunda.
 
Loks var rætt um að taka þurfi saman tölur yfir stigahæsta mjóhund síðasta árs á næsta fundi. Þá verði einnig að ákveða dagsetningu fyrir heiðrun stigahæstu hundanna.
             
Fundi slitið.

 

Fundargerð af aðalfundi Mjóhundadeildar 2018
 
Fundur settur kl 15:00, sunnudaginn 25.02.2018

Fundastjóri  Magnea Friðriksdóttir, ritari Anna Sigríður Einarsdóttir.
Fundur boðaður löglega, auglýstur með 10 daga fyrirvara á heimasíðu og facebooksíðu Mjóhundadeildar og undir liðinum deildarfréttir á vef HRFÍ.
Ársskýrsla lesin af formanni deildar G. Magneu Friðriksdóttur.
Ársreikningur lesin af formanni deildar í fjarveru gjaldkera, Elsu Jónu.

Dagskrá:
 
Kosning í stjórn:
Laus eru 3 sæti, 3 til 2 ára.
Elsa Jóna og Gunnur gefa kost á sér til endurkjörs. Steinar Valdimar Pálsson gefur kost á sér í stjórn.

Endurkjör Gunnar og Elsu Jónu samþykkt og kosning Steinars samþykkt.
 
Önnur mál:
Rætt var um beituhlaup og viðvarandi skort á góðu túni fyrir íþróttina. Selma Olsen greindi frá því að tilraunir sínar til að leita aðstoðar borgarlögmanns með málið hafi ekki borið árangur. Sú hugmynd kom upp að biðja HRFÍ að birta á vef sínum auglýsingu þar sem óskað er eftir góðu túni fyrir beituhlaup. Þorsteinn Thorsteinsson sagðist mögulega vita um beituhlaupstún i nágrenni Selfoss og fengu þær fréttir góðan hljómgrunn.
Aðalfundur var þó sammála um að heppilegt að vita einnig af túni nær höfuðborgarsvæðinu þar sem t.d. væri hægt að kynna beituhlaup fyrir yngri hundum og þeir sem ekki hafa kynnst íþróttinni. Leitin að góðu túni heldur því enn áfram.
 
Vakin var máls á skorti á húsnæði fyrir sýningaþjálfun, sem hefur verið viðvarandi frá því að versluninni Gæludýr.is var lokað síðasta sumar. Magnea greindi frá því að nokkrir HRFÍ félagar séu að fara að opna hundasnyrtistofu nú í vor. Inni í því húsnæði á að vera gott rými sem nýta má fyrir sýningaþjálfun og deildarsýningar, sem mögulega verður hægt að fá lánað.
 
Stjórnin leggur til uppfærslu á stigagjöf Mjóhundadeildar vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á deildinni á undanförnum árum. Veruleg fjölgun hefur orðið á whippet, umfram það sem orðið hefur hjá öðrum tegundum sem skapar ójafnvægi í stigagjöf. Þá hefur nokkur ruglingur verið varðandi reikniaðferð.
Á vef Mjóhundadeildar kemur fram að stigagjöf deildarinnar fylgir reglum sænska Afghanklúbbsins. Stigagjöfinni hefur hins vegar ekki verið fylgt að fullu, en samkvæmt reglum  sænska Afganklúbbsins reiknast  stigagjöfin sem hér segir:
Besti rakki og besta tík 12 stig
Annar besti rakki og tík  7 stig
Þriðji besti rakki og tík   5 stig
Fjórði besti rakki og tík  3 stig
Aukinheldur fær sá hundur sem er valinn Best of Breed 5 aukastig.
 
Stigagjöfin tekur einnig tillit til fjölda hunda sem sýndir eru af hverri tegund. Fyrir fyrstu 20 hundana (tíkur + rakkar), fá þeir hundar sem eru í fjórum efstu sætum 1 stig hver fyrir hvern hund sem sýndur er. Eitt stig til viðbótar reiknast síðan fyrir næstu 10 hunda upp í 50 hunda, þ.e. 1 stig fyrir 21-30, 1 stig fyrir 31-40.
 
Aðalfundur samþykkir að stigafjöldi innan hvers tegundahóps verði eftirleiðis reiknaður með þessum hætti.
Þá ætlar stjórnin að útbúa sér flipa á heimasíðu Mjóhundadeildar þar sem útreikningur stiga kemur skýrt fram, sem og að hafa slíkar upplýsingar aðgengilegar í möppu Mjóhundadeildar fyrir þær stjórnir sem síðar taka við.

Gunnur greinir frá því sem fram fór á fulltrúaráðsfundi HRFÍ sl. þriðjudag. Rætt var um fasteignamál félagsins og þörfina fyrir heppilegra húsnæði sem henti starfsemi Hundaræktarfélagsins. Eignarhaldsfélag á nú orðið allt húsið að Síðumúla 15, utan skrifstofu HRFÍ og ljóst að þörf er á kostnaðarsömu viðhaldi á næstu árum. Félagið hefur því látið vita að gera megi tilboð í fasteignina, sem þó verði ekki seld án samþykkis félagsmanna. HRFÍ skuldar nú 23 milljónir kr. en talið er að tæpar 50 milljónir kr. geti fengist fyrir söluna á skrifstofunni.
 
Tölvumálin voru einnig til umræðu á fulltrúaráðsfundinum, en kerfið sem HRFÍ notar í dag er bæði gamalt og þungt og ræður skráningakerfið m.a. ekki við greiðslukerfi. Lengi hefur verið rætt við finnska hundaræktarfélagið um að fá að samnýta þeirra kerfi og hafa þeir gefið til kynna að þeir séu tilbúnir í slíkt samstarf án þess að fleira gerist í málinu. HRFÍ hefur því hafið viðræður við danska kennelklúbbinn og er komin vilji frá stjórn klúbbsins fyrir að heimila sölu kerfinu til HRFÍ. Er málið nú í skoðun.

Fundi slitið.



Fundur Mjóhundadeildar 18.02.2017.

Fundinn sátu Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Sarah Knappe

Magnea Friðriksdóttir var kosin formaður
Elsa Jóna gjaldkeri
Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir ritari
Anna Sigríður Einarsdóttir meðstjórnandi
Sarah Knappe meðstjórnandi
 
Gunnur tók að sér fundarstjórn í fjarveru formanns og Anna Sigríður tók að sér fundarritun.
 
Fundarefni: Undirbúningur aðalfundar sem haldin verður í sal HRFÍ sunnudaginn 25.02. 2017.
 
Farið yfir drög að ársskýrslu og tölulegum upplýsingum bætt inn varðandi got, innflutning, útflutning og nýja meistara.
 
Rætt var um fyrirhugaða starfsemi næsta árs. Ákveðið var að leggja ekki í fjáröflunarvinnu á næsta ári, heldur leggja frekar áherslu á að efla tengsl mjóhundaeigenda innan HRFÍ og starf deildarinnar.
Samþykkt var að reyna að efla starf deildarinnar, m.a. með kvöldstund á kaffihúsi og gefa fólki þannig kost á að kynnast innan tegunda og hópa. Þá er stefnt að því að óska eftir því við Íþróttadeild HRFÍ að haldin verði sérstök hundafimikynning fyrir mjóhunda
Eins er stefnt á að halda vor- eða sumarhitting uppi í Sólheimakoti, leyfa hundum að hlaupa og eigendum að hittast í kaffi. Loks  er stefnt að því að halda mjóhundagöngu í haust t.d. meðfram Ægissíðunni.
 
Stigagjöf Mjóhundadeildar var einnig til umræðu á fundinum, en stjórnarmenn hafa áður rætt sín á milli um þá vankanta sem eru á stigagjöfinni miðað þær breytingar sem orðið hafa á deildinni. Veruleg fjölgun hefur orðið á whippet á undanförnum árum, umfram það sem orðið hefur hjá öðrum tegundum sem skapar ójafnvægi í stigagjöf.
 
Á vef Mjóhundadeildar kemur fram að stigagjöf deildarinnar fylgir reglum sænska Afghanklúbbsins. Stigagjöfinni hefur hins vegar ekki verið fylgt að fullu, en samkvæmt reglum  sænska Afganklúbbsins reiknast  stigagjöfin sem hér segir:
Besti rakki og besta tík 12 stig
Annar besti rakki og tík                 7 stig
Þriðji besti rakki og tík   5 stig
Fjórði besti rakki og tík  3 stig
 
Aukinheldur fær sá hundur sem er valinn Best of Breed 5 aukastig.
 
Stigagjöfin tekur einnig tillit til fjölda hunda sem sýndir eru af hverri tegund. Fyrir fyrstu 20 hundana (tíkur + rakkar), fá þeir hundar sem eru í fjórum efstu sætum 1 stig hver fyrir hvern hund sem sýndur er. Eitt stig til viðbótar reiknast síðan fyrir næstu 10 hunda upp í 50 hunda, þ.e. 1 stig fyrir 21-30, 1 stig fyrir 31-40.
 
Samþykktu fundarmenn að leggja til á aðalfundi að framvegis verði stigafjöldi reiknaður með þessum hætti.
 
Þar sem mjög mismargir hundar af hverri tegund eru Mjóhundadeild í HRFÍ, má telja ljóst að stigafjöldi verður þó áfram mismikill eftir tegundum.Þetta felur í sér að vissar tegundir eru ólíklegar til að geta átt stigahæsta mjóhund ársins hvort sem núverandi stigatalning eða full stigatalning Afghanklúbbsins er notuð sem skapar áfram verulegt ójafnvægi milli tegunda.  
 
Fundarmenn samþykktu því einnig að leggja fram þá tillögu á aðalfundi að eftirleiðis verði stigahæsti mjóhundurinn sá mjóhundur sem er stigahæstur á árslista HRFÍ.
 
Fundi slitið.




Fyrsti fundur nýrrar stjórnar haldin 26.01 2016 beint eftir aðalfund.

Fundin sátu Magnea Friðriksdóttir, Elsa Jóna, Vordís Sigurþórsdóttir,Steinar Valdimar Pálsson og Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir.

Magnea Friðriksdóttir var kosin formaður
Elsa Jóna gjaldkeri
Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir ritari
Vordís Sigurþórsdóttir meðstjórnandi
Steinar Valdimar Pálsson meðstjórnandi


Fundi slitið


Fundargerð af aðalfundi 2016

Fundur settur kl 20:00, þriðjudaginn 26.01.2016

Fundastjóri og ritari Magnea Friðriksd.
Fundur boðaður löglega, auglýstur með viku fyrirvara á heimasíðu og facebooksíðu deildarinnar.
Árskýrsla lesin af formanni deildar Selmu Olsen.
Ársreikningur lesin af gjaldkera deildar Drífu.

Önnur mál:
Talað var um beituhlaupið og þýðingu á reglum fyrir það . Selma sagði að það væri verið að leita af túnum fyrir hlaupin og það gengi ekki nógu vel en hún er leita af einhverju góðu túni með aðstoð frá lögmanni Reykjavíkurborgar sem er viljugur við að hlálpa til , það hafa komið hugmyndir eins og td tún hjá hestamannafélaginu Fáki og í Laugardal en alltaf skotið niður af þriðja aðila . Svo leitin heldur enn og biður hún fólk að hafa augun opin fyrir góðu túni. Í samband við þýðingar það liggja þær hjá Svövu og Sunnívu, spurning að skoða það. Villa eigandi Krumma bauð fram tún hjá sér ef okkur langar að koma á Akureyri í heimsókn með tækið og bjóða hlaup þar.

Kosning:
Laus eru 4 sæti , 3 til 2 ára og 1 til 1 árs.
Þeir sem gefa kost á sér eru Elsa Jóna, Gunnur, Steinar og Magnea .
Steinar kosin til 1 árs .
Gunnur, Elsa Jóna og Magnea kosnar til 2 ára.

Fundi slitið.



21.12.2015.


Mættar. Vordís, Drífa og Selma
1. Ákveðið var að halda deildarsýningu 16. apríl n.k. í Gæludýr.is .Bara með mjóhundum, þrátt fyrir að ljóst sé að tap verði á sýningu þá stendur deildin það vel og á að þola það.

2. Senda póstá Magnus Hagsted og staðfesta sýninguna.

3. Panta flug fyrir Magnus í samráði við hann.

4. Athuga með hótel fyrir Magnus

5. Klara Símonardóttir ætlar að sækja dómarann og hugsa um hann fram að sýningu.

6. Biðja HRFI að auglýsa aðalfund fyrir okkur.

7. Senda jólakveðjur á Facebook og heimasíðu deildarinnar.

8. Athuga með sýningaþjálfun fyrir deildarsýningu.

9. Athuga með að gera verðlaunaskjöl fyrir aðalfund.

10. Athuga með verðlaunagripi/rósettur fyrir deildarsýningu.

​Fundi slitið


Fundargerð  3.desember 2015.


Mættir: Vordís, Drífa, Selma
1. Mættar konur voru minntar á að fara yfir síðustu fundargerð og samþykkja hana til að hægt sé að setja hana á heimasíðuna.

2. Gjaldkeri lagði fram bankayfirlit og kynnti stöðuna á reikningi deildarinanr og tekjur af opinni sýningu. Yfirlit verður sett á stjórnarspjall deildarinnar.

3. Ákveðið var að halda aðalfund 16. janúar, búið er að bóka sal í HRFI.

4 Stefnt er að því að halda fund aftur í desember og ákveða þá hvort að haldin verður sérsýning í apríl n.k.

5. Ákveðið var að fækka sýningaþjálfunum, hafa bara tvær þjálfanir fyrir hverja sýningu og bara einn þjálfara, stjórnarmeðlimir skiptast á að mæta með þjálfara til að hægt sé að taka hunda á borð.

5. Stefnt er að því að setja úrslit (stigin) frá sýningum 2015 á heimasíðuna um helgina og upplýsingar um stigahæstu hunda HRFI.

6. Ákveðið var að prenta viðurkenningar sem deildin gefur út fyrir stigahæstu hundana á venjulegan karton pappír.

7. Þegar heimasíðan er uppfærð koma lupplýsingarnar um það einnig á heimasíðuna undir "það helsta sem er á döfinni" einnig á að setja inn upplýsingar á FB að heimasíðan hafi verið uppfærð.

8. Gjaldkeri ætlar að vera tilbúin með ársreikning fyrir næsta fund (í desember) Búið er að skrifa ársskýrslu og liggur hún inni til yfirlestrar og samþykktar hjá stjórn.

9. Ákveðið var að afhenda viðurkenningaskjöl fyrir stigahæstu hundana eftir aðalfundinn sem verður haldin í húsnæði HRFI þann 16. janúar n.k. 
Fundi slitið


Fundargerð 10.10.2015


Mættar: Drífa, Selma, Vordís.
1. Rætt var um opna sýningu, miða skal við að 25 hundar skráist, ef það næst ekki verður sýningin ekki haldin. Staðfesta þarf hringstjóra,dómara,það þarf að sækja teppi, borð, númer til HRFI, kaupa stílabók, bók til að rita dóma í ( 3- rit) búa til sýninganúmer, athuga með borða. Kaupa mat og drykki fyrir starfsmenn. Staðfesta húsnæði.

2. Deildarsýning 2016, skoða með að finna aðra tegund með okkur fyrir 1. nóvember, stefna á ákvörðun þá, halda sýningu eingöngu með mjóhundum ef ekki finnst ákjósanleg tegund með?

3. 2 aðilar hafa tekið að sér að gera uppkast af reglum fyrir beituhlaup. Stefnt er á að ljúka því á næstu mánuðum.

4. Vinna við að taka saman úrslit af sýningum og reikna út stig á hvern hund fyrir sig er komin vel á veg, stefnt er á að klára að vinna úr dómum fyrir árið 2013 og 2015 sem fyrst og koma úrslitum á heimasíðu.

5. Ákveðið var að þegar Garðheimadagar eru haldnir að viðmiðunartími fyrir hvern hund fyrir sig sé ein klukkustund. Þetta er gert með velferð hundana í huga, margir hundaþjálfarar hafa bent á að þetta sé mikið álag og hundar þola það misvel. Lóðatíkur mega ekki koma í Garðheima.
Fundi slitið


Fundargerð  30.8.2015

Mættar: Drífa, Selma, Vordís

1. Rædd voru málefni  er varða væntanlega Opna sýningu deildarinnar, unnið er að því að koma auglýsingu út á allra næstu dögum. Verið er að bíða eftir að samstarfsdeildir, dómarar og aðrir staðfesti þátttöku í sýningunni.

2. Elsa og Brynjar ætla að koma inn í beituhlaupshópinn meira og taka að sér að halda beituhlaup. Lítil þátttaka var í síðasta hlaupi og ekki hefur verið tekin ákvörðum um annað hlaup í haust. Reykjavíkurborg hefur ekki ennþá getað gefið framkvæmdaleyfi fyrir beituhlaupi á svæðum er tilheyra borginni. Deildin er að vinna í að kanna fleiri svæði.

3.Deildin hefur staðið fyrir sýningaþjálfunum og sú fyrsta var síðast liðinn fimmtudag, það var góð mæting og búið er að manna næstu tvær sem verða á þessu tímabili.

4. Vegna anna hefur ekki tekist að klára að fara yfir stig hunda en við vonumst eftir að það verði klárað núna á fyrstu dögunum í september.

5. Ákveðið var að hætta við að hafa Sólheimakotsdag í bili vegna Opinnar sýningar .

6. Ákveðið var að finna aðila sem fyrst til að þýða sænskar reglur um beituhlaup.

Fundi slitið


Fundargerð:16.júní 2015.

Mættir á fund: Drífa Örvarsdóttir, Selma Olsen, Vordís Sigurþórsdóttir

1. Heiðurskjöl fyrir árið 2013 lögð fram. Heiðursskjöl fyrir 2014 hefur ekki verið hægt að gera vegna þess að það vantar gögn, vonandi finnast þau sem fyrst.

2. Beðið er eftir upplýsingum um nýtt beituhlaupssvæði, væntanlegt á næstu vikum. Beituhlaupstækið er í  viðgerð og ekki ljóst á þessari stundu hvað er að.       

3. Ákveðið var að atuhuga með að fá Gæludýr.is (húsnæði) lánað í ágúst  fyrir opnu sýninguna. Athuga með leyfi og annað sem þarf frá yfirvöldum. Athuga með   dómara (2 dómara) Skoða með tegundir til að vera með okkur. Verð á sýninguna: kr. 2000. Hundur númer II kr: 1500, verð fyrir hvolpa kr: 1500. Matseðill-pottréttur -gos-kaffi-samlokur,athuga með að fá rafmagnshellu. Borðbúnað að láni frá HRFI.

4.Skoða dómara fyrir meistarastigs sýningu 2016. (stefnt á að halda þetta í apríl)  Bóka húsnæði Gæludýr.is fyrir þessa sýningu og reyna að lenda dómurum sem fyrst og bóka þá / bóka einnig hótel.

5. Ákveðið var að Sarah Knappe verði tengiliður fyrir whippet.

6. Búið er að skaffa eignar - bikara fyrir Reykjavík-winner 2015 og Alþjóðlega sýningu daginn eftir. Það er Eldþoku whippet sem gefur bikara núna

Fundi slitið


Fundargerð

3.júní 2015.


Mættir á fundinn voru: Drífa Örvarsdóttir, Selma Olsen og Vordís Sigurþórsdóttir.

Fyrsti Stjórnarfundur Mjóhundadeildar
Stjórn skipa: Selma Olsen-formaður, Vordís Sigurþórsdóttir-meðstjórnandi, Drífa Örvarsdóttir-gjaldkeri, Sunníva Hrund Snorradóttir-meðstjórnandi. 

Stefnt er að deildarsýningu 2016. Fara að skoða dómara og deildir til samvinnu.
Athuga í sambandi við dómara að hann hafi réttindi á tegundir sem henta okkur og gæti haldið námskeið eða fræðslu fyrir deildina.

Ganga frá heiðurskjölum fyrir 2013 og 2014.

Athuga með stutta fræðslu í Sólheimakoti þar sem fyrirlesari kemur og fræðir mjóhunda-eigendur um gagnlega hluti tengda tegundunum. Rukka inn, hafa svo kaffi og slepping með hundum. (Lísa Bjarna, Ellen í Grafarholti, Bryna Tomer, Ólafur "erfðasérfræðingur", ). Hundar bíða útí bíl á meðan fræðslu stendur.

Panta Sólheimakot, Lísa eða Nanna. 27 eða 28. júní kl: 13 eða 14. 20 pláss laus. 1000 kr. Kaffi, kleinur, gos eða eitthvað annað að maula.

Ákveðið var að einfalda heimasíðuna.

Opin sýning m. íslenskum dómurum í ár. 

Bíðum eftir upplýsingum um beituhlaups- tún frá borginni. 

Lækkum verð á múlum til að reyna að koma lagernum út.

Skoðum beituhlaupsvesti m.t.t.innflutnings. 

Það þarf að bæta við licence dómurum í beituhlaupi. Leita að fólki sem hefur áhuga. 
Stækka beituhlaupsnefnd. Safna saman áhugafólki sem getur tekið að sér verkefni tengd hlaupunum s.s.að flytja hlaupavél og sjá um viðhald á henni.
Klára að þýða beituhlaupsreglur.

Skaffa farandbikara fyrir Reykjavikur Winner sýningu

Athuga með styrktaraðila fyrir deildina
​Fundi slitið

Fundargerð undirbúningsnefndar mjóhundadeildar HRFÍ6. apríl 2007

Fundargerð undirbúningsfundar mjóhundadeildar HRFÍ Undirbúningsfundur vegna stofnunar Mjóhundadeildar HRFÍ haldinn að Hléskógum 6, Reykjavík, þann. 6. Apríl 2007

Mættar eru Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Ásta María Guðbergsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir, Margrét Veigarsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir. Ásta María og Auður reiddu fram veitingar af miklum myndarskap og kunnum við hinar þeim mestu þakkir fyrir.

Tekið var fyrir bréf til stjórnar HRFÍ þar sem við óskum eftir því að fá að stofna sérstaka mjóhundadeild HRFÍ. Bréfið er samþykkt og ákveðið var að Sigurlaug tæki að sér að senda það og undirrita fyrir hönd allra.

Að þeirri niðurstöðu var komist að tvennt þyrfti að vera forgangsatriði mjóhundadeildar ef heimild til stofnunar fæst, en það er kynning á mjóhundum út á við og að á einhvern hátt verði unnið með eðli mjóhunda, sem væri þá að fá lure coursing og/eða track racing tól og tæki og einhvern til að kenna á þetta, og þá í framhaldinu skipulögð mót með viðurkenndum dómurum.

Fyrsta skrefið á kynningu út á við væri að koma upp síðu fyrir deildina, þar sem væru aðgengilegar upplýsingar um mjóhunda yfirleitt, þær tegundir sem þegar eru til í landinu og tengla þeirra, ræktendur og got.

Einnig að koma upp gönguplani og öðrum slíkum viðburðum.

Við stofnun mjóhundadeildar urðum við sammála um að best væri ef hægt væri að virkja sem flesta áhugasama og skipa í nefndir. Nefnd um lure coursing/track racing, nefnd um heimasíðu og kynningu því tengt og nefnd sem sæi um t.d. tegundabás á sýningum sem og aðrar uppákomur eins og göngur og aðrar samkomur.

Ofangreindar gefa allar kost á sér í stjórn deildarinnar, Kristín gefur kost á sér til formanns, Sigurlaug til ritara.

Fundargerð stjórnarfundar mjóhundadeildar HRFÍ 08. nóvember 2007
4. stjórnarfundur 08. nóvember 2007 4. stjórnarfundur Mjóhundadeildar HRFÍ haldinn 08/11/07


Fundur haldinn að Hléskógum 6 Reykjavík, mættar eru Ásta María Guðbergsdóttir, Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir.  Margrét Inga Veigarsdóttir er fjarverandi.

Fyrsta mál á dagskrá er fjárhagur deildarinnar. Kristín útdeildi yfirliti og tjáði okkur að komið væri upp í útlagðan kostnað vegna vörukaupa, þannig að héðan í frá er bara plús. Panta þarf fleiri segla og lyklakippur og athuga með aðrar myndir á þetta.

Annað mál er móttaka Arne Foss. Silla og Ásta María ætla að athuga hjá sitt hvorum aðilanum hvað 16 manna rúta kostar í einn dag. Mynda nefnd vegna þessa, stjórn + Kristín, einnig auglýsa eftir fólki.

Árshátíð verður að Þorrablóti? Eða Góugleði? Auja ætlar að athuga með Sólheimakot 1. eða 2. helgina í febrúar. Einnig að athuga með sambærilega stærð af sal í bænum.

Stjórn HRFÍ hafnaði umsókn Mjóhundadeildar um deildarsýningu, hvað varðar það er að öðru leyti vísað í bréfaskipti.

Rætt var um ræktunarmarkmið og ræktunarráðgjöf, og hvort setja skuli einhverjar lagmarkskröfur til að deildin geti mælt með goti og það fáist auglýst á heimasíðu deildarinnar. Samþykkt að sækja ráðgjöf til sambærilegra deilda í Skandinavíu og reyndra einstaklinga. Niðurstöður allra heilsufarsprófa veri aðgengilegar öllum á opnum vef. Lágmarks sýningarárangur 2. Einkunn. Setja upp skjal fyrir ræktendur sem vilja auglýsa got, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar þurfa að liggja fyrir. Upplýsingar um foreldri.

Athuga með að fá gagngrunn á netið sem fyrst, Silla er til í að lána vefsvæði fyrst um sinn í tengslum við sína heimasíðu. Best er ef hægt er að fara í þessa vinnu áður en einstaklingarnir verða of margir, annars verður vinnan við þetta of mikil. Auðvelt er síðan að viðhalda slíkum grunni.

Hundeigandi mánaðarins, rætt lauslega.

Annað: Ásta María leggur áherslu á það að tengiliðir tegunda séu virkir og hafi undir höndum allar upplýsingar varðandi sína tegund.

Kristín kynnti könnun um ferðamáta hunda í bílum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerð aðalfundar mjóhundadeildar HRFÍ apríl 2008

Aðalfundur mjóhundadeildar 2008 Aðalfundur mjóhundadeildar haldinn á skrifstofu HRFÍ þ. 14.mars 2008

Formaður setti fundinn, ritari stakk upp á Margréti Nilsdóttur sem fundarstjóra sem var samþykkt.

Ritari las skýrslu stjórnar mjóhundadeildar. Lagt var fram áramótauppgjör fjáröflunarreiknings deildarinnar, að því loknu voru fjármál deildarinnar rædd og hugmyndir til frekari fjáröflunar. Liður í frekari fjáröflun væri að koma á óformlegu beituhlaupsmóti/sýningu, en Gunnur hefur lýst sig tilbúna til að lána sitt tæki til kynningar á sportinu. Ýmsar hugmyndi um fjáröflun á mótinu voru ræddar, m.a. kaffisala o.fl.

Þá var kosið í stjórn, úr stjórn gengu Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Margrét Inga Veigarsdóttir. Auður Sif gaf kost á sér áfram og aðrir frambjóðendur voru Guðmunda Magnea Friðriksdóttir, Margrét Nilsdóttir og Sunníva Hrund Snorradóttir. Frambjóðendur kynntu sig allir og að því loknu fór fram kosning. Réttkjörnir í stjórn reyndust Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Margrét Nilsdóttir.

Nefndir deildarinnar voru ræddar, og mikilvægi þess að þær séu virkar og komi saman reglulega. Í því sambandi var rætt erindisbréf nefnda og í hverri nefnd sé einhver ábyrgur fyrir því að vera ?samankallandi? . Hlutverk nefnda var rætt og einnig að margar nefndir eiga sér líftíma, verk breytast og verki jafnvel lýkur, því er mikilvægt að starf og tilgangur nefnda sé reglulega yfirfarinn. Í ljós er komið að þörf er á sýningarnefnd, hún var því stofnuð auk þess sem að formlega var farið yfir aðrar nefndir og fólki gefinn kostur á að bjóða sig fram til starfa í þeim eftir áhugasviði hvers og eins. Á spjallsvæði mjóhundadeildarinnar var ákveðið að opna svæði fyrir hverja deild fyrir sig, þar sem að nefndarmenn hafa séraðgang og geta rætt skipulagningu o.þ.h. Frekari upplýsingar um nefndir deildarinnar má finna á heimasíðu mjóhundadeildarinnar.

Deildin vill á næsta starfsári leggja sérstaka áherslu á það að koma upp sérstökum mjóhundagagnagrunni þar sem kæmu fram ættbækur, sýningarárangur, beituhlaupsárangur auk skapgerðarmats og heilsufarsskoðana séu þær einhverjar. Ritari hefur lýst sig tilbúna til að sjá um allan innslátt upplýsinga í hann. Fundurinn samþykkti að þessi gagnagrunnur myndi vera aðgengilegur öllum á opnum vef, sbr.bæði retriever deild og deild íslenska fjárhundsins.

Ritari notaði tækifærið og þakkaði afar góðan fund og vildi þakka sérstaklega fyrir þann mikla áhuga sem að meðlimir hafa sýnt á starfi og velferð deildarinnar. Það er alls ekki gefið að svo margir t.d. gefi sig fram til starfa í stjórn og raun var á, og það er ómetanlegt að svo margt hæft fólk skuli vera tilbúið til starfa. Aðrir stjórnmeðlimir tóku undir og þökkuðu af heilum hug þeim sem mættu og öllum þeim sem hafa lagt fram oft á tíðum ómælda vinnu til deildarinnar á þessu fyrsta starfsári hennar.

Fundi slitið.

bottom of page